Thierry Henry

Lið:Arsenal
Númer:14
Staða:Framherji
Fæðing ardagur:17 ágúst ‘77
Fæðingarstaður:Paris
Hæð:6’1"
Þyngd:13.1

B yrjaði ferilinn hjá Monaco og var Wenger þá byrjaður að fylgjast með honum. Var keyptur til Juventus ‘99 áður en Arsenal keyptu hann á 10.5 milljónir punda. Hann varð heims-og evrópumeistari með Franska landsliðinu ’98 og '00
Hann spilaði vel tímabilið 00-01 og var fastur maður í byrjunarliði Lundúnaliðsins sem lentu í öðru sæti í deild og FA Cup og komust í fjórðungsúrslit meistaradeildarinnar. Henry átti einn stærsta þátt í því að tryggja Arsenal tvennuna á næsta tímabili, skoraði 32 mörk.

Allavega, þá fór heimsmeistarakeppnin í Suður-Kóreu og Japan ekki vel fyrir Henry og félaga hans í Franska liðinu. Þeir voru slegnir út úr riðlakeppninni eftir töp gegn nýliðum Senegal, 1-0 og Danmörku 2-0 að mig minnir og markalaust jafntefli við Úrúgvæ. Þáverandi heimsmeistararnir voru s.s. slegnir út án þess að skora mark og Henry fékk einnig að líta rauða spjaldið gegn Úrúgvæ fyrir ljóta tæklingu.
Tímabilið 02-03 sló hann en frekar í gegn með 42 mörkum í öllum keppnum og var valinn PFA leikmaður ársins. Og í maí skrifaði hann undir samning til 2007. Í álfukeppninni skoraði hann 4 mörk og m.a. sigurmarkið gegn Kamerún í úrslitaleiknum. Í upphafi þessa tímabils hafði hann skorað 112 mörk í aðeins 204 leikjum fyrir Arsenal.

Kv

Massimo…!