Maikel Renfurm er genginn til liðs við KR. Fyrsti leikur kappans var leikur á móti ÍA í Frostaskjólinu.
Það verður að segjast eins og er að ég var ekkert alltof hress með kappann til að byrja með og í upphafi leiks virtist hann vera þreyttur og þungur á sér. Hann má þó eiga það að hann barðist vel og var góður þegar hann komst í tæri við boltann. Renfurm er greinilega mjög teknískur leikmaður og hefur góða stjórn á boltanum.
Það var samt sem áður greinilegt að KRingar söknuðu hraða Andra Sigþórssonar og Renfurm er greinilega ekki jafn hraður og Andri. Það ber þó að taka með í reikninginn að tímabilið hérna er að verða búið en sumarfrí í gangi í Hollandi.
Eftir að hafa séð leikinn í Frostaskjólinu þar sem Renfurm lék nánast allan leikinn þá er ég sannfærður um að hann mun setja nokkur mörk í þeim leikjum sem eftir eru í sumar. hann á eftir a ð vera liðstyrkur fyrir sterkt lið KR.

Þá er bara að hlakka til næsta leikjar í Frostaskjólinu þegar Breiðablik kemur í heimsókn á miðvikudaginn 9. ágúst klukkan 19:00

*ÁFRAM KR*