Lokahóf KSÍ var haldið sunnudaginn 4.október á Broadway.
Allan Borgvardt leikmaður FH var kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins í karlaflokki en mér fannst samt mjög skrýtið að Veigar Páll Gunnarsson var ekki valinn enda var hann einn besti leikmaður Íslandsmótsins og bestur hjá KR. Kannski að Allan var valinn út af því að hann skoraði sigurmark FH á móti KR í undanúrslitum bikarsins en hver veit.
Allaveganna var Ólafur Ingi Skúlason valinn efnilegasti leikmaðurinn, en hann lék með Fylki í sumar en núna leikur hann með enska liðinu Arsenal.
Í kvennaflokki var Ásthildur Helgadóttir valin besta knattspyrnukonan en hún lék með KR í sumar.
Síðan var Margrét Lára Viðarsdóttir valin efnilegasta knattspyrnukonan en hún leikur með Í.B.V.
Lið ársins í Landsbankadeild karla var svona:
Markvörður: Kristján Finnbogason KR
Vörn: Kristján Örn Sigurðsson KR
Vörn: Ólafur Örn Bjarnason Grindavík
Vörn: Tommy Nielsen FH
Vörn: Gunnlaugur Jónsson ÍA
Miðja: Jón Þorgrímur Stefánsson FH
Miðja: Ólafur Ingi Skúlason Fylki
Miðja: Heimir Guðjónsson FH
Miðja: Dean Martin KA
Sókn: Allan Borgvardt FH
Sókn: Veigar Páll Gunnarsson KR
Lið ársins í Landsbankadeild kvenna:
Markvörður:Þóra B. Helgadóttir KR
Vörn: Málfríður Sigurðardóttir Val
Vörn: Íris Andrésdóttir Val
Vörn: Embla Grétarsdóttir KR
Vörn: Íris Sæmundsdóttir Í.B.V
Miðja: Karen Burke Í.B.V
Miðja: Ásthildur Helgadóttir KR
Miðja: Margrét Ólafsdóttir Breiðablik
Miðja: Margrét Lára Viðarsdóttir Í.B.V
Sókn: Hrefna H. Jóhannesdóttir KR
Sókn: Olga Færseth Í.B.V
Ólafur Jóhannesson þjálfari FH var valinn þjálfari ársins í karlaflokki en Vanda Sigurðardóttir þjálfari KR var valinn þjálfari ársins í kvennaflokki.
Hjalti Jóhannesson leikmaður Í.B.V fékk háttvísisverðlaun KSÍ í karlaflokki en Íris Sæmundsdóttir leikmaður Í.B.V hlaut háttvísisverðlaun KSÍ í kvennaflokki.
Dómari ársins var Kristinn Jakobsson.