Gamlar Kempur. Nr. 1 Guiseppe Meazza
Guiseppe Meazza spilaði á árunum 1920 - 1930 og hlaut viðurnefnið “Peppino”. Spilaði hann fyrsta leik sinn með aðalliði Inter Milan 17 ára að aldri og ári síðar 1928 - 29, setti hann met í Seria A með því að skora 33 mörk á tímabilinu. Í fyrsta landsleik sínum með Ítalíu gegn Sviss, skoraði hann tvö mörk. Á HM 1934 var hann stjarna landsliðsins og þá voru Ítalir fyrstir Evrópska landsliða til að vinna heimsmeistara titilinn. Árið 1938 var hann orðinn hjarta landsliðsins og orðinn kapteinn, hjálpaði hann þeim að ná titlinum aftur. Þegar hann kom til baka var hann seldur til AC Milan eftir að hafa spilað í áratug með Inter, hann spilaði með Varese og Juventus meðann á stríðinu stóð og endaði feril sinn með Atalanta 1947. Einnig má geta þess að heimavöllur AC og Inter Milan heitir Guiseppe Meazza.