Steward fær þriggja leikja bann.
Marcus Stewart tapaði áfrýjun sinni á rauða spjaldinu sem hann fékk fyrir að brjóta á Ian Harte í leik Leeds og Ipswich. Eins og þeir vita sem sáu þá var brot Stewart engan veginn rautt spjald, hann átti aldrei að fá annað en gult spjald fyrir. Enska knattspyrnusambandið, sem er svo duglegt við að dæma menn vegna sannana á vídeóupptökum ef dómurum yfirsést brot, sýndu enn einu sinni að þetta virkar ekki í báðar áttir. Þeir tóku ekki í mál að milda dóminn, þó ekki væri nema í eins leiks bann, heldur létu dóm dómarans í leiknum standa. Þetta sýnir að knattspyrnusambandið er í hrópandi mótsögn við sjálfan sig og er vel hægt að skilja gremju margra knattspyrnustjórana og leimanna í deildinn vegna þessa!