Jæja góðir hugarar!
Núna ætla ég að halda áfram þar sem ég var staddur með greinaröðina mína Ungstirni Enska Boltans sem ég byrjaði á í lok seinasta tímabils..
Enjoy!
___________________________
Cr istiano Ronaldo er fæddur 5. febrúar 1985 í Funchal á Madeiraeyjum og byrjaði feril sinn hjá Nacional áður en að hann fór til Sporting Lissabon árið 2001 þar sem að hann var ekki lengi að hrífa fylgismenn félagsins og í fyrsta leik sínum í september 2002 á móti Moreirense skoraði hann 2 mörk í 3-0 sigri. Upp frá því sýndu mörg bestu lið heims þessum frábæra strák athygli en að lokum var það Manchester United sem klófesti strákinn. Það sem gerði útslagið var það að Manchester fór til Portúgal og kepptu við þáverandi lið Ronaldo, Sporting. Ronaldo fór á kostum í þeim leik og lagði upp tvö mörk fyrir Sporting. Alex Ferguson sagði að í klefanum og flugvélinni á leiðinni heim hefði þessi ótrúlegi drengur verið aðalumræðuefnið og leikmenn jafnvel komið til sín og reynt að sannfæra hann um að kaupa Ronaldo.
Hann fékk skyrtu nr. 7, sem var laus eftir að David Beckham fór til Real Madrid eins og væntanlega flestir vita. Hann sagði sjálfur að þetta væri bara dæmi um það mikla traust sem Ferguson bar til hans og vonaði að hann gæti gert það gott í þessari treyju eins og forverar hans hafa gert.
Núna nýlega hefur fólk (sérstaklega Man. Utd menn) talað um lítið annað en þennan fótalipra strák og hvernig hann hefur tekið flesta bestu varnarmenn England í bakaríið. Gott dæmi um það er t.d. hvernig hann lék sér að Ashley Cole í leik Manchester og Arsenal um daginn.
Sagt hefur verið að besti félagi hans innan liðsins sé Kamerúninn Eric Djemba-Djemba og að þeir séu tveir fyndnustu leikmenn Man. Utd. Hann talar ekki neina ensku og portúgalskur túlkur fylgir honum hvert sem hann fer. Mamma hans og systir hans eru báðar fluttar til Manchester og Ronaldo líkar lífið þar mjög vel.
Ég held að við eigum eftir að sjá mikið meira af þessum strák á komandi árum.