Jæja þá er það grein nr. 2 um Íslendingana sem spila í ensku úrvalsdeildinni og er það leikmaður Charlton og einn besti leikmaður íslenska landsliðsins, Hermann Hreiðarsson sem kemur næstur. Hermann er einn af burðarstólpum íslenska landsliðsins og sást það best í leiknum á móti Þjóðverjunum. Hann var allt í öllu í varnarleik okkar Íslendinga og skilaði varnarhlutverki sínu mjög vel.
Hermann fæddist þann 11 júlí 1974 og er þá 29 ára gamall. Hann er eyjapeyji og hann hóf feril sinn með ÍBV. Frá ÍBV hélt hann í atvinnumensku og fór til Englands. Hann var kominn í lið Crystal Palace og hver man ekki eftir því þegar hann birtist á skjám landsmanna í treyju Crystal Palace. Hann féll svo með Crystal Palace úr úrvalsdeild og niður í 1 deild. Frá Crystal Palace fór hann til Brentford og frá Brentford til Wimbledon. Wimbledon menn voru þá í úrvalsdeild og það var sama uppi á tengingnum og hjá Crystal Palace hér um árið. Þeir þurftu að bíta í það súra epli að falla úr úrvalsdeildinni og Hermann þá búinn að falla með tveimur liðum. Ipswich sýndi Hermanni mikinn áhuga og þeir keyptu hann frá Wimbledon fyrir 4,5 milljón punda. Hermann stóð sig vel hjá Ipswich en því miður fyrir Hermann þá féllu Ipswich Town niður í 1 deild og Hermann búinn að falla með þrem liðum, Crystal Palace, Wimbledon og svo Ipswich Town. Þetta fann ég svo á heimasíðu Charlton: “Hreidarsson has scored a hat-trick of Premiership relegations with his previous clubs Crystal Palace and Wimbledon, as well as Ipswich.”
En Hermann er aftur kominn í úrvalsdeildina og nú með Charlton. Hann var keyptur í vetur eða þann 27 mars 2003 fyrir 900 þús. pund. Charlton voru í baráttu við Portsmouth um hann en Hermann fór til Charlton. Charlton menn eru með ágætis leikmannahóp og við skulum vona fyrir Hermanns hönd að þeir fari ekki að falla því það yrði mjög leiðinlegt fyrir Hermann mundi ég halda. Hann er fastur maður í íslenska landsliðinu og hefur hann spilað mjög vel fyrir þjóðina undanfarið. Hann skoraði sitt annað landsliðsmark á móti Litháen í Litháen þann 11 júní og var það með skalla þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Ég vona að við eigum eftir að sjá hann spila fyrir Charlton því að ef hann fær tækifæri þá á hann eftir að nýta sér það til fullnustu.
En takk fyrir mig.
kv. Geithafu