Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna í leikslok viðureignar liðsins við Manchester United síðasta sunnudag, en í kjölfarið hafa sex leikmenn Arsenal og tveir liðsmenn Manchester United verið kærðir af enska knattspyrnusambandinu.
Wenger segir leikmenn sína hafa farið yfir strikið og hann harmi það. Wenger segir ennfremur að fjölmiðlar hafi gert alltof mikið úr uppákomunni og að skýringuna á því hversu fljótt enska knattspyrnusambandið greip í taumana og kærði mennina megi rekja til mikillar fjölmiðlaumræðu. Þá segist Wenger hafa rætt við þá sex leikmenn Arsenal sem hafi átt hlut að máli og þeir séu miður sín yfir að hafa látið skapið hlaupa með sig í gönur.
Það sem mér fannst verst í leiknum var þegar Lauren tók Phil Neville hálstaki og þegar Viera reyndi að sparka í Rud Van Nistelrooy svo var líka eftir leikinn þá ýtti einhver í Arsenal Nistelrooy og Martin Keown lamdi hann í hausinn.
Kveðja Birki