Man utd var að spila vel varnarlega en sóknarlega þá var lítið að gerast það vantaði greinilega einhvern annan inn á miðjuna sem var að sækja, svo finnst mér fáranlegt fyrir Man utd að spila bara með einn framherja(Giggs dró sig mikið út).
Arsenal spiliðu eins og Man utd góðan varnarleik en mér fannst þeir ákveða að hægja á leiknum í staðin fyrir að keyra hratt upp eins og þeir eru vanir,það er kannski skynsamlegt á útivelli á móti Man utd en það gerir þá þéttari varnarlega séð en ekki nógu sókndjarfir.
Rauðaspjaldið Ég er búinn að vera fótbolta dómari í 7 ár og þjálfari í 2, og það fyrsta sem maður lærir sem dómari er að nota almenna skynsemi(óskrifuð regla) í leik sem þessum er hitin mikil og það má gera ráð fyrir miklum pirring leikmanna,maður lærir að leikmenn segja og gera ýmislegt í hitta leiksins sérstaklega fyrstu 5-10 sek eftir brott og maður verður bara að horfa framhjá því, því það er adrenalínið að tala(auðvita ekki ef maður verður lamin eða kallaður aumingi eða Asni(aldrei gerst))
Viera sparkaði í áttina að Rud van en kom aldrei við hann,Rud van brást við eins og kerling og lá við að hann færi að grenja,Rud van braut illa á viera og lenti ofan á honum sem er ekki gott og fékk hann spjald fyrir en mér fannst að dómarinn ætti ekki að spjalda Viera undir þessum kringumstæðum.Annað gula spjaldið er oftast stærra og ef þetta hefði verið fyrsta brot þá væri gult spjald réttmætt en maður á að nota almena skynsemi og sleppa þessu(kannski vill hann komast í blöðinn eins og hinir dómararnir)
Vítið
Þetta var ekki víti, ég er búinn að horfa á þetta nokkrum sinnum(tók leikinn upp) og ég skil ekki afhverju hann dæmir víti,þetta gæti alveg eins verið brot á sóknarmanninn,en réttlætinu var fullnægt þegar Rud “kerling” Nistelrooy skaut í slá.
s.s Sanngjörn úrslit þar sem dómarinn var í aðalhlutverki í restina,reyndi svo að bæta þetta upp með að spjalda Man utd menn í gríð og erg í restina.
p.s hvernig væri að fara spjalda dómara, Knattspyrnusambandið myndi geta gefið þeim spjöld eftir frammistöðu og svo gætu þeir fengið hvíld einn leik ef þeir standa sig ekki
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt