Hehe það er gaman að ég get snert ykkur á þennan hátt, en nú langar mig aðeins að draga vitleysuna í mér til baka og tala af alvöru.
Það sem mér leiðist mest við enska knattspyrnu í dag eru mikil kaup á erlendum leikmönnum. Lið eins og Chelsea og því miður að miklu leyti Arsenal líka stilla oft upp liðum sem varla er Englendingur í (sérstaklega Chelsea vill ég taka fram). Því miður virðist þetta líka ætla að vera raunin með Liverpool þó það séu einstaka sterkir og skemmtilegir bretar að koma upp þar. Hjá Arsenal hefur enginn uppgangur verið á ungum strákum og er það mjög miður. Reyndar virðist Ashley Cole vera efni í bráðskemmtilegan leikmann, eða hvað hefur gerst þar undanfarin ár. Mín kennig er reyndar sú að þegar George Graham var knattspyrnustjóri hjá Arsenal þá hefur hann lagt alla uppbyggingu á unglingaliðunum niður, það sama og hann gerði hjá Leeds nema hvað Howard Wilkinsson var búinn að vinna mjög gott starf í því sbr. Smith, Woodgate, Kewell, Mcphail og fleiri en HW fékk alla þessa stráka til liðsins, reyndar er enginn leikmaður sem Graham keypti eftir hjá Leeds.
Þessi hótun hjá Wenger er mjög sniðug og á fullan rétt á sér, hver vill starfa við þetta ef enginn kjölfesta er í uppbyggingu liðs og menn geta farið eins og þeir vilja, bara spurning um það hverji borga best.
Mig langar líka að taka fram að ég hata ekkert lið í ensku deildinn, ekki einu sinni Man. Utd. en auðvitað finnst manni misjafnlega skemmtilegt að horfa á liðin. Arsenal liðið þegar það vann tvöfalt spilaði frábæran fótbolta, en ég get því miður ekki sagt að ég hafi eins gaman af að horfa á þá í dag, og munar kannski mikið um Petit og Overmars. Núna er ég þeirrar skoðunar að þeir spili alltof fastan og á köflum grófan fótbolta, en kannski er það bara það sem þarf. Ég skal líka játa það að Leeds spilaði skemmtilegri fótbolta í fyrra og munar mikið um Bridges, Mcphail og sérstaklega Kewell en þetta eru allt mjög téknískir leikmenn með gott auga fyrir spili.
Annars held ég að ekki sé Arsenal liðið það lið sem þarf að sigra til að ná titli, Man. Utd eru lang bestir og er það miður.