ég horfði á leikinn, enda harður stuðnigsmaður Arsenal, og mér fannst þetta ömurlegt.
Mér finnst leiðinlegt að setja út á mitt lið en þeir voru að spila svo langt undir getu að það var ekki aðlilegt. Þeir áttu jú að vísu sína kafla en mestan partinn var þetta afar dapurt. Ég meina að menn sem eru að fá um 40-80 þúsund pund á viku geti verið að klúðra einföldustu sendingum.
Lehmann: hann stóð sig bara allt í lagi en spurning með markið em Van Der Meyde skoraði en annars fínt
Cole: spilaði mjög vel og var að allan leikinn. Ekkert meira að segja
Campbell: Var ekki að spila næginlega vel. Hann var einhvernvegin eins og hann væri bara stundum ekkert að fylgjast með og það vantað i greinilega upp á samskiptin hjá honum og Kolo toure.
Toure: Hann átti slaka byrjun en svo batnaði það og hann var að spila Klassa leik. Var þarna að dekka Martins og stóð sig mjög vel.
Lauren: Hann sást bara eignilega ekkert í leiknum enda leituðu Arsenal menn aðallega upp vinstri kantinn hjá Pires.
Pires: Þetta var ekki hans leikur. Sendingar að klikka o.fl. hann átti svona eitt og eitt augnablik en þetta var afar slæm frammistaða og hann getur gert margfalt betur.
Gilberto: Þetta var eiginlega það sama og hjá Pires. Komst þarna voða flott í gegn en ákveður að reyna að senda'nn í stað þess að bara láta vaða á markið.
Vieira: Spilaði mjög vel og var bestur með Henry af arsenal mönnunum. Það fór nánast allt spil hjá Arsenal í gegn um hann og hann kom niður í vörn til að sækja boltann og bar hann síðan upp völlinn.
Ljungberg: Var soldið slappur umm tíma. Og sást að í þriðja markinu var hann bara að löllast eftir Emre sem síðan gaf á Martins sem að skoraði upp úr því. En í seinni hálfleik var hann mun betri og stóð sig bara vel.
Wiltord: Var góður og vann mjög vel nánast allan tíman. Átti góð hlaup inn um vörnina og spurning með sendingarnar sem hann fékk.
Henry: að mínu mati besti maður Arsenal. Vítið var samt ekki alveg nógu gott. Og færið sem hann fékk,nota VINSTRI, en samt vann hann dyrir sínu og átti nokkur skot á markið á samt vinnslunni.
Bergkamp og Kanu: þeir komust eins mikið inn í leikinn og hægt var þegar maður kemur svona seint inná.
Það sem vantar hjá Arsenal er Stöðugleiki milli Ensku og Meistaradeildinni. Og ég vona að þeir standi sig í næstkomandi leikjum á móti Man Utd og Liverpool.
vei búinn með mína fyrstu grein.
Látið mig vita hvernig ykkur fannst