KRingar mættu Bröndby á Laugardalsvelli í kvöld. Það var mikill kraftur í KR-ingum til að byrja með þó að færin hafi látið á sér standa. Einar Þór Daníelsson var tvímælalaust hættulegasti maður KR í fyrri hálfleik. Einar meiddist þó þegar 15 mín voru liðnar af leiknum og var skipt útaf í hálfleik fyrir Jóhann Þórhallsson.
Bröndby átti sýnar rispur í leiknum en einhverrra hluta vegna átti ég von á meira frá þeim “sterkasti klúbbur skandinavíu”???
Bæði Andri Sigþórsson og Jóhann Þórhallsson voru nærri því að skora mark fyrir KR en heppnin var ekki með KR í kvöld.
Guðmundur Benediktsson ver maður leiksins að mínu mati og átti stórleik. Hann var alltaf í boltanum og gaman að sjá hann koma sterkann inn á ný eftir meiðsli sem hafa verið að hrjá hann í sumar.
Bröndby voru grófir í peysutogum og voru ítrekað spjaldaðir en sluppu samt alltof oft með tiltal. Dómari leiksins hafði góð tök á honum og greinilegt að um allt annan klassa er að ræða en við meigum venjast hér á klakanum með okkar dómara. Hann var samkvæmur sjáalfum sér í öllum dómum og stóð sig með mikilli príði.
En sem sagt KR dottið úr í Meistaradeild Evrópu og nú er bara að einbeyta sé að því verkefni sem eftir er. 6 leikir í Landsímadeildinni og nú þarf KR að ná öllum 18 stigunum úr þeim leikjum til að eiga von á titli í vesturbæinn í ár.
Áfram KR.