Komiði sæl.
Ég heiti Maggi og tel mig að vissu leyti ábyrgan fyrir því að nú er verið að vinna að þessu updatei. Ef þið viljið vita söguna á bakvið það allt fariði á cm spjallið á manutd.is og í eldri skilaboð þar eru alls um 200 postar um þetta.
Málið er það að maður að nafni Andy Cox er að gera uðdate fyrir leikinn. Ég bauðst til að hjálpa honum ef hann myndi gera íslensku deildina. Hann er allveg til í það og nú er málið á því stigi að það þarf að safna upplýsingum um lið og leikmenn. Liðin eru öll í leiknum en bara 140 íslenskir leikmenn og margir af þeim í útlöndum.
Það var einhver 1 sem tók að sér hvert og eitt lið. Ég tók t.d F.H Þar sem ég er F.h-ingur sjálfur og þekkti því liðið nokkuð vel og eins gerðu 9 manns við sitt lið og þá var búið að taka öll liðin(1 gaur var með 2). Svo fóru allir að reyna að vinna í þessu.
Ég er búinn að fá eitthvað um 7 af þessum 10 liðum. Það er ekkert komið um hin vegna þess að:
1. Gaurinn sem tók Keflavík hætti við
2. Ég hef ekkert heyrt frá þeim sem tók Grindavík
3. Og það þurfti að skipta um mann sem tók Fylki og er hann bara rétt að byrja.
Semsagt það þarf einhver að taka Keflavík og lítill fugl hvíslaði því að mér að hér á hugi.is fyndi ég mann að nafni kamaflos sem vissi allt um þá. Ég vona að hann vilji taka þátt í þessu.
Svo eru liðin bara send til mín á mac2@visir.is og ég kem þeim til Andy.
Þetta verður bara landsímadeildin til að byrja með því það væri mjög erfitt að fá einhvern til að taka öll neðrideildarliðin.
Hugmyndin er líka að við munum bara byrja á þessu og svo byggja ofaná. Ef einhver er til í að taka neðrideildarlið þá er það mjög gott því þá eru upplýsingarnar til.
Það verður örugglega hægt að taka við landsliðinu í þessu.
Til að sjá hvernig lið lítur út farið á www.geocities.com/thisismaggi/cmice.html
Það þarf að renamea deild og ég er nokkuð viss um að það verði norður írska deildin.
P.S
Þetta er í 1. sinn sem ég bý til grein og vona að þetta sé í lagi
mac2@visir.is