Á kannski ekki alveg heima hér..
Gengi Þórsara í 2. deildinni hefur örugglega ekki farið framhjá neinum. Þeim hefur ekki gengið svona vel síðan ´85 þegar þeir enduðu í 3. sæti efstu deildar. Þeir hafa ekki tapað stigi í þessum 11 leikjum sem búnir eru í 2. deild karla, og það gengi má þakka mönnum eins og Orra Hjaltalín, Kristjáni Örnólfsyni og Þórði Halldórssyni að ógleymdum Ásmundi Gíslasyni markverði, þökk sé honum og góðri vörn eru Þórsarar bara búnir að fá á sig 8 mörk en skora 41. Þeir eru komnir með svo mörg stig að einungis stórslys getur komið í veg fyrir að þeir komist ekki upp. Snorri Sturluson íþróttafréttamaður á Stöð 2 sagði frá því í 19:20 þegar hann var að tala um gengi Þórsara að Valsmenn hefðu unnið 17 af 18 leikjum og gert jafntefli í 18. Þetta er verðugt verkefni fyrir Þór, að vinna alla leiki, og ég held að þeir nái að afreka það.