Langar að fjalla um Chelsea, sem að hafa gengið í gegn um ótrúlegar breytingar á skömmum tíma. Eins og allir auðvitað vita =)
Eftir að Roman Abramovich keypti Chelsea hefur hann eytt 110 milljón pundum í leikmenn. Þeir eru Marco Ambrosio, Jurgen Macho, Glen Johnson, Geremi, Damien Duff, Wayne Bridge, Joe Cole, Juan Sebastian Veron, Adrian Mutu, Alexei Smertin, Hernan Crespo og sá allra nýasti Claude Makalele.
Þeir verða ekki árennilegir með þessa menn innan borðs, sér í lagi þar sem að þeir sem að fyrir voru, voru alls ekkert slor!
Ranieri á eftir að hafa skemmtilegt vandamál að púsla þessu saman, velja hver á að spila o.s.f.
Það er samt auðvitað alltaf hætta á að þegar svona rosalega margir góðir leikmenn eru saman komnir að einhverjir fari í fýlu fái þeir ekki að spila. Ranieri hefur þegar lánað Carlton Cola til Charlton, Forsell til Birmingham, og Smertin til Portshmouth. Þannig að í sókninni getur hann valið um Hasselbaink, Mutu, Eið Smára og Crespo.
Á miðjunni verður valið flókið! Þar eru þeir með Verón, Geremi, Makalele, Petit, Lampard, Zenden, Grönkjær, Stanic, Joe Cole og Duff. Ég tel það nokkuð öruggt að Grönkjær, Stanic og Zenden fái lítið að spila, og að Chelsea losi sig við þá von bráðar, sá eini sem að mér þykir einhver eftirsjá af þessum þrem er Grönkjær, sem er ótrúlega fljótur og teknískur (en mætti bæta hjá sér sendingarnar).
Vinstri kannturinn er sennilega sá traustasti í Englandi, með Bridges í vörninni og Duff fyrir framan (sennilegt að Babayaro fái lítið að spreyta sig, og fari fram á sölu).
Miðjan er sennilega ein sú sterkasta sem að maður hefur séð á blaði, með Lampard (sem að hefur verið að brillera síðan að hann kom til Chelsea), Geremi, Makalele og Petit. Sennilegast að Petit verði útundan þar.
Hægra megin eru þeir með Melchiot og Seth Johnsson í vörninni (Johnson virðist vera rosalegt efni eftir því sem að ég hef séð til hans). Síðan eru nokkuð margir sem að geta verið á vængnum, t.d. Verón, Geremi, Grönkjær, Stanic og Lampard. Ég tel sennilegast að Verón eða Geremi verði notaðir þar, þar sem að þeyr eru mun betri að gefa fyrir en Grönkjær.
Vörnin var sá staður sem að minnst var styrktur, enda ekki mikil ástæða til að styrkja hana, með menn eins og Terry, Desailly, Melchiot og Gallas. Þeir keyptu þó Bridge og Johnson, sem að lofa mjög góðu. Ég tel að Bridges eigi eftir að slá Ashley Cole út úr enska landsliðinu, nú þegar að hann er kominn í lið í meistaradeildinni. Hann er auðvitað sjálfskipaður á vinstri kantinn. Ég tel að Terry og Gallas eigi eftir að vera aðal miðverðirni hjá Chealsea í vetur, þótt að Desailly eigi auðvitað eftir að veita þeim mikla samkeppni. Hægra meginn eiga síðan Melchiot og Johnson eftir að slást um þá stöðu, og tel ég Melchiot eiga eftir að hafa betur, enda mun reyndari leikmaður. Síðan langar mig að minnast á Robert Huth, 18 ára gamlan Þjóðverja, þessi strákur er alveg rosalegt efni! Eftir að hafa séð aukaspyrnuna hjá honum í forkeppni meistaradeildarinnar þá er ég bara agndofa! Þvílíkt skot, Roberto Calos mætti vera stoltur ef hann gæti skotið svona fast! Þetta er strákur sem að vert er að fylgjast með í framtíðinni.
Chelsea hafa spilað 4 leiki það sem af er tímabilsins (fyrir utan æfingaleiki), og unnið þá alla, tvo leiki við MSK Zilina, sem að fóru 2-0 og 3-0. Einn leik við Liverpool (á Anfield :P), sem að fór 2-1, og einn leik við Leicester sem að fór 2-1. Þeir hafa reyndar ekki verið sannfærandi í fyrstu tveim úrvalsdeildar leikjum sínum, en tókst að vinna þá báða, sem er hlutur sem að Chelsea hefur vantað undanfarin ár (vinna þá leiki sem að þeir eru lélegir í). Adrian Mutu sýndi snilldar takta í Leicester leiknum, skoraði meða annar stórglæsilegt mark, eftir að hfa skotið í varnarvegginn ú aukaspyrnu, og verður gríðarlega gaman að fylgjast með honum í vetur. Því miður tel ég að Eiður Smári muni eiga erfitt uppdráttar í vetur, en það er þó aldrei að vita.
Ég spái því að Chelsea endi í 1-2 sæti ásamt Man. Utd. Arsenal verður í þriðja, NUFC í fjórða og Liverpool í fimmta (bara mín spá, ekki koma með eitthvað helv… skítkast :P)
Mín drauma uppstilling yrði svona;
—————Cudicini (en ekki hvað)—————
Melchiot ——- Gallas ——- Terry ——- Bridge
Geremi ——- Lampard ——- Makalele ——- Duff
————– Mutu ————– Crespo
Síðan mætti auðvitað taka Lampard út og setja Verón eða Joe Cole fyrir aftan strikerana, og spila 4-3-1-2.
eiginlega ekki hægt að stilla upp liðinu og sjá ekki eftir því að hafa skilið einhvern út undan… En jæja, það verður gaman að fylgjast með því hvernig að þetta þróast.
Takk fyrir mig
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”