Hvaða hardcore Liverpool aðdáandi og stuðningsmaður er ekki kominn með alveg upp í háls á gengi liðsins okkar í ensku deildinni undanfarin ár og hvernig liðið nær ekki að drullast til þess að spila ágætis fótbolta. Áttum flottar rispur í fyrra en síðan misstum þetta niður og spiluðum eins og 60 ára gamlar kerlingar á sýrutrippi. Svo gerum við 0-0 jafntefli við Aston Villa sem er ekki það gott liða að við náum ekki að skora á móti því. C

helsea leikurinn…… ja…… við getum ekkert afsakað það að tapa á móti svona sterku liði. Chelsea eiga eftir að brillera í vetur spái ég. En allavegana, hvað er málið. Það vantar ekki mannskapinn, unga og efnilega enska landsliðsmenn vantar ekki í liðið (Owen, Gerrard, Murphy og Heskey(veit ekkert hvort að Kewell spilar oft með landsliðinu)). Svo vantar ekkert reynsluna hjá mörgum þessum leikmönnum út. Svo er það bara þjálfarinn eftir. Geta menn kennt Houllier um slaka gengi Liverpool? Hvernig myndi ganga ef að við værum með annan þjálfara? Hver veit?

Hvað viljið þið hinir Hardcore liverpool aðdáendurnir?