KR-ingar tóku á móti Fylkismönnum í frostaskjóli í dag. Margir töldu árbæingana nokkuð brothætta eftir 5-1 tap gegn Þrótti í síðustu umferð.
KR-ingar hófu leikinn af krafti, og ekki vantaði grimmdina í vesturbæinga. Strax á fimmtu mínútu skoruði KR-ingar fyrsta markið. Einar Þór Daníelsson fékk fallega sendingu frá Sigurvini Ólafssyni yfir á vinstri kantinn. Einar tók fallega við boltanum sendi laglega sendingu inná vítateiginn, þar sem Arnar nokkur Gunnlaugsson var mættur og setti boltann í netið, 1-0 fyrir KR.
Allt frá upphafi var leikurinn einstefna, sókn á mark Fylkismanna. Fimm mínútum eftir mark Kr-inga, gaf Arnar Gunnlaugs glæsilega sendingu, beint á koll Veigars Páls sem skallaði boltann yfir markmann Fylkis. Fallegt mark, KR komnir 2-0 yfir á 10. mínútum!
Seinustu 15. mínútur fyrri hálfleiks ca. gáfu KR-ingar aðeins eftir, og virtust Fylkis menn vera að komast inní leikinn. Ekkert gerðist þó og fóru menn sáttir til leikhlés, þeas. leikmenn KR.
Þegar flautar var til fyrri hálfleiks, virtust Fylkir ekki að vera spila í samræmi við spilamennsku þeirra í lok fyrri leikhluta. KR-ingar settu allt í botn, og á 53. mínútu lék Veigar Páll sér að vörn Fylkismanna, og sendi svo á Arnar Gunnlaugs sem skoraði sitt annað mark með föstu skoti, í stöngina og inn. 3-0 fyrir KR!
Fylkismenn virtust hafa gefið upp alla von, og KR-ingar héldu áfram að sækja. Á 88. mínútu fengu KR-ingar aukaspyrnu, rúmlega 25 metrum frá marki andstæðinganna. Leikmenn KR slógust um að fá að taka spyrnuna, en Arnar Gunnlaugsson varð fyrir valinu. Drengurinn fullkomnaði þrennu sína, með glæsilegri aukaspyrnu, þar sem hann skrúfaði boltann yfir varnarvegg Fylkismanna, í bláhornið hægrameginn, óverjandi fyrir markmanninn.
Leikmenn gerðu sér ljóst að sigur var í höfn, en rétt í lokinn fékk Veigar Páll umdeilt spjald, fyrir leikaraskap, sem dómarinn hefði heldur mátt sleppa og þótti heldur óréttlátt. Flautað var þó til leikloks, og KR-ingar komnir á topp Landsbankadeildarinnar, 4 stigum fyrir ofan Fylkir, og markahlutfallið nú orðið betra en þeirra Árbæinga. Leikurinn var án efa besti leikur KR-inga sumar hingað til, og ef þessari spilamennsku verður haldið áfram, virðist lítið geta stoppað okkur í að hampa titlinum annað árið í röð. Næsti leikur KR er 1. september kl. 18 gegn Grindaveik, á útivelli.
\o/ KR ERU BESTIR! \o/