Svo núna var Þróttur-Fylkir (eða öfugt) :/ og þegar honum leik var lokið var staðan 5-1 fyrir Þrótturum, þetta kom mér heldur betur á óvart, eins og örugglega flestum öðrum, en hvað gerðist fyrir Fylkismenn? Eða voru Þróttur einfaldlega svona góðir? eða kannski slæmur leikur Fylkis og MJÖG góður leikur Þróttara?
Fylkismenn hafa átt í toppbaráttunni seinustu ár, en aldrei orðið Íslandsmeistarar, en ég er að pæla er bara sama að gerast núna? Fylkir búnir að standa sig ótrúlega vel og hætta svo, þeta er einfaldlega uppskrift af Fylki. Þetta er alltaf svona. Eins og Tildæmis í fyrra bjuggust allir við að Fylkir yrðu Íslandmeistarar þegar 3 umferðir voru eftir…. en neibbs KR urðu Íslandmeistarar… muniði ekki?? það var flogið með bikarinn í þyrlu upp á skaga því að þá var ÍA-KR.
Ég vona allavega að öll önnur lið en KR vinni Íslandmeistara titilinn….. og endilega Fram falla, eitt af þeim liðum sem ég þoli ekki… Sorry Framarar… en svona er þetta bara :/ Síðan eru framarar endalaust búnir að halda sér í deildinni á eikkerjum grís, allavega frá því að ég man eftir mér..
En hvernig vonið þið að þetta fari?
kveðja Betaz
Kíktu á síðuna mína, hún er svo flott!