Rétt i þessu var ég að koma frá players og var að horfa á leik Liverpool og Chelsea. Leikurinnn byrjaði hratt og fekk Danny murphy
gott skot færi eftir ágætis undirbúning frá Emil heskey en Cudicini varði meistaralega.eftir það gerðist kannski ekki margt merkilegt þangað til á 26 min þegar gronkjer hleypur upp kantinn og gefur fyrir beint á Veron sem er óvaldaður og þrumar boltanum beint í markið.Eiður Smári komst svo einn inn fyrir en lét Dudek verja hjá sér( ætli sveppi hafi gleymt að æfa þetta)staðan 0-1 í halfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði með sama hraða tempo og fyrri hálfleikurinn og voru nokkur umdeild atvik eins og þegar henchos gaf gronkjer olboga skot þegar hann var að fara stinga hann af og ekkert spjald. þegar það kom svo til tíðinda á 78 min þegar Wayne Bridge fékk á sig dæmt viti þegar salif diao sólaði hann og var það sanngjarnt dæmt. Owen tekur svo spyrnuna og skýtur langt framhjá EN linuvörðurinn dæmir að eigi að endurtaka spyrnuna vegna þess að Cudicini var komin ca 10 cm fram Yfir marklínuna (taka það fram að ég hef aldrei séð þetta dæmt áður og fannst mér ósanngjarnt). Owen tekur spyrnuna aftur og skorar úr henni á 81 min. þá fór chelsea að sækja meira og upp úr því skoraði hasselbaink mark á 87 mín og 1-2 staðreynd leikurinn fjaraði svo út og endaði hann 1-2 fyrir Chelsea.
Þetta fannst mér vera skemmtilegur leikur og að mínu mati var Harry Kewell maður leiksins ásamt Carlo Cudicini
Kveðja Asley