Boltinn rúllar á ný. Jæja félagar, þá er loksins komið að því, deildin okkar í Englandi fer að rúlla núna eftir sumarfrí sem er búið að vera langt að líða fyrir nokkra að bíða. Deildin byrjar með leik Birmingham og Tottenham Hotspurs, en fyrsti leikurinn sem verður sýndur er leikur Portsmouth og Aston Villa.

Hérna ætla ég að spá um leikina, og commenta smá um liðin.

LAUGARDAGUR

Arsenal - Everton
———————————–
Þarna eru tvö sterk lið á kreiki, Everton hafa ekki verið sterkir undanfarin ár fyrir utan tímabilið seinast. Það var eitthvað sem kveikti í þeim, en ég held að púðrið sé búið og að Arsenal taki þennan leik með nokkru öryggi á Highbury.

- Spáin: 1

Birmingham City - Tottenham
———————————–
Tottenh am hafa styrkt sig vel með leikmönnum á borð við Helder Postiga og Bobby Zamora. En Birmingham hafa fengið til sín sterkan leikmann, David Dunn sem ég hef mikla trú á, og held ég að Birmingham séu aðeins þyrstari í þessu 3 stig, því held ég að þeir taki þennan leik.

- Spáin: 1

Blackburn Rovers - Wolverhampton Wanderers
———————————–
Mér fannst Blackburn gera mistök með því að selja Damien Duff og David Dunn, því að þetta eru tveir sterkir leikmenn, og er það hægara sagt en gert að fylla upp í skörðin sem þeir skilja eftir sig. Ég held að fyrsta umferðin sé oftast umferð nýliðinna, því að þeir eru að reyna að sanna sig.

- Spáin: X2

Fulham - Middlesbrough
———————————–
Ég hef alltaf haft litla trú á Fulham því miður, en Middlesbrough lentu í veseni um daginn þegar Maccarone meiddist dálítið lengi. En þeir eru með Alan Boksic að mig minnir, og held ég að Middlesbrough hirði öll þrjú stigin í þessum leik.

- Spáin: 2

Leicester City - Southampton
———————————–
Þarna kæmi mér ekki á óvart ef Leicester myndi taka þennan leik, þar sem þeir eru að koma upp í deildina, og leikmennina þyrstir í að sanna sig. Þannig að ég held að baráttuandinn skili þeim í jafnteflið ef Southampton vinnur ekki.

- Spáin: X2

Manchester United - Bolton
———————————–
Já, ég er Man Utd maður, en maður verður alltaf að líta á staðreyndirnar. Bolton hafa alltaf verið okkur frekar erfiðir, og það mun ekkert breytast á Laugardaginn. Varnarlínan hjá United er frekar þunnskipuð, og ég las að allir í vörninni væru smá meiddir nema Rio Ferdinand. Þannig að Roy Keane mun spila að öllum líkindum í miðverðinum. Og Bolton eru með sterkan hóp, og Jay Jay Okocha þyrstir í að sanna sig með fyrirliða bandið. Þetta verður opinn leikur.

- Spáin: 12

Portsmouth - Aston Villa
———————————–
Fyrsti leikur Norðurljósa frá Enska boltanum, sem er jú ljós punktur varðandi þennan leik. Portsmouth eru með þjálfara sem ég hef tröllatrú á, Harry Redknapp sem er búinn að vera sniðugur við að fá til sín gamlar kempur sem eru reyndar úr deildinni, Patrik Berger og Teddy Sheringham. Og ég hef litla sem enga trú á Aston Villa.

- Spáin: 1

SUNNUDAGUR

Charlton - Manchester City
———————————–
Þetta er leikur sem getur farið á alla bóga, því að Manchester City hafa styrkt sig, og Charlton hefur gert það líka helling. City komnir með Trevor Sinclair.. þannig að ég held að ég setji 1X2 á þennan.

- Spáin: 1X2

Leeds United - Newcastle United
———————————–
Ég held að Leeds verði í bullandi fallbaráttu, og Newcastle eru með sterkan og traustan hóp, allaveganna hefur Sir bobby Robson séð litla ástæðu til að styrkja hópinn, ég tel að þetta séu þrjú örugg stig í pottinn hjá Newcastle United.

- Spáin: 2

Liverpool - Chelsea
———————————–
Jæja, hérna býst ég við að margir verði ósammála mér. En ég held að það muni taka eitthvern tíma fyrir Chelsea að raða upp liðinu svo að það fúnkeri eins og vel smurð vél. Aðspurður, þá sagði Claudio Ranieri sjálfur að liðið ætti ekki séns í að vinna titilinn. Þessi leikur getur farið á alla vegu, en Liverpool eru óheppnir með meiðsli því að Smicer, Gerrard og Hamann eru meiddir, því mun Biscan spila á miðjunni.

- Spáin: 1X2

Svona spái í þessu, skítkast verður ignorað. Skemmtið ykkur vel, og halelúja að deildin sé byrjuð aftur. Þetta verður skemmtilegt, og ef það verða góðar undirtektir með þessari grein, þá er ég að hugsa um að gera þetta fyrir hverja umferð.

Kveðja,
Yngvi Þ. Eysteinsson