Þetta var svo mikill dómaraskandall að það var ekki fyndið.
Fyrsta mark KR-inga, skallamark Garðars sem var dæmt af, veit ég ekki hvort var löglegt þar sem ég var ekki í stöðu til að dæma.
Þessi skellur sem við KR-ingar fengum á okkur strax 5tu mínútu, mark valsmanna, var greinilega mikið áfall, þar sem þetta tók liðið næstum allan fyrri hálfleik að rífa sig uppúr.
Sigurvin skorar svo þarna fínt mark ok.
Svo kemur seinna svokallaða “ólöglega” mark okkar KR-inga sem var dæmt af. Sá dómur fannst mér algjört RUGL. Hvort sem dómarinn var að dæma rangstöðu, eða það sem sumir telja að markmanni hafi verið haldið niðri, þá fannst mér það svo mikið kjaftæði að dæma þetta mark af, þar sem það var ekkert ólöglegt við það. Það var allt í KAOS inní teignum, svo ætli dómarinn hafi bara ekki dæmt þetta af, svona just in case.
Ég veit ekki fullkomnlega hvort brot Kristins Lárussonar valsmanni á Jökli var það gróft að hann hafi átt að fá gult spjald en ég meina, fyrra gula spjaldið var til að vara manninn við svo, þetta var hið rétta í stöðunni býst ég við.
Svo fannst mér alveg hlægilegt hvernig Valsmennirnir tóku þessu. Ég er ekki að segja að KR-ingar myndu ekki mótmæla við álíka brottreksti á eigin manni, en alls ekki svona harðlega. Ég sá einn valsmanninn einfaldlega REYNA að skalla dómarann.
Þessi orð þín, "..kom sér mjög vel fyrir þá [KR]að hafa auka mann inná, Garðar Örn Hinriksson dómara.“, einfaldlega heimskuleg, og AUGLJÓSLEGA skrifuð í miklu óhlutleysi, enda ert þú greinilega Valsmaður eftir að hafa lesið skrif þín.
Ég, sem KR-ingur, fannst virkilega rangt að dæma 2 af 3 mörkum KR-inga ógild, þar sem amk. 1 svokölluðu ”ólöglegu" markanna, vera algjörlega lögleg og átti gjörsamlega rétt á sér. KR-ingar áttu seinni hálfleikinn, þótt Valsmenn hefðu vissulega átt sínar rispur.
Svo mitt álit er, að KR-ingar áttu sigur skilinn í Hlíðarenda í gærkvöldi, en jafntefli á móti botnslags liði Vals og dómara þeirra, jafngildir tapi í baráttu okkar KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem Árbæingar virðast ekkert ætla að gefa eftir.
Kv,
DrEvil