Núna, 21 ári seinna, eftir að hafa spilað í öllum neðri deildunum, eru úlfarnir aftur komnir upp og ég get tekið gleði mína aftur. Hvort það verður 1 tímabil eða meira á ég reyndar eftir að sjá, það fyrnefnda reyndar líklegra.
Liðið er að mestu ókunnugt, fyrir þá sem ekki fylgjast með neðri deildunum, en inn á milli læðast nöfn sem eru nú þekkt úr knattspyrnuheiminum.
þjálfari: Dave Jones
Markverðir: Michael Oakes og Matthew Murray
varnarmenn: Lee Naylor, Joleon Lescott, Denis Irwin, Ívar Ingimarsson, Mark Clyde, Oleg Luzhny, Jody Craddock og Isaac Ooronkwo
Miðjumenn: Alex Rae, Paul Butler Shaun, Newton, Colin Cameron, Mark kennedy, Kevin Cooper, Paul Ince, og Silas
Sóknarmenn: Nathan Blake, Adam Proudlock, Kenny Miller, George Ndah, Dean Sturridge
Eins og sést, ekki mikið um stjörnur, en þó nokkrir gamlir refir inn á milli. Það mun væntanlega mæða mikið á þeim Paul Ince, Denis Irwin, gamlir united menn fyrir þá sem eru búnir að gleyma, og Oleg Luzhny. Allir gamalreyndir menn sem verða að rífa þá óreyndari með sér. Luzhny er nýkominn til liðsins og hefur ekki spilað mikið síðustu ár, er enn með flísar í rassinum úr bekknum á Highbury, en hann er Úkraínskur landsliðsmaður og á góðum degi getur/gat hann spilað á við þá bestu. Irwin er orðin 38 ára gamall og spurning hverju hann skilar, en þungt haldinn af reynslu sem á eftir að koma liðinu vel. Paul Ince, er sennilega sá leikmaður í ensku deildinni sem hefur átt hvað flesta aðdáendur í ensku deildinni (Liverpool/Man.udt.) og getur enn sparkað boltanum.
Hvað aðra menn í liðinu þá má nefna Mark Kennedy, átti ágætis spretti með Liverpool fyrir nokkrum árum, en þykir vera með grófari mönnum í deildinni, (lærði sitt fag af Ruddock) en annars harður strákur sem gæti komið á óvart. Þarna er líka íslendingur, Ívar Ingimarsson og ætti það nú að duga til að draga að nokkra áhangendur. Þó er ekki víst hvort hann spili með eða verði lánaður. Að lokum er það Isaac Okornkwo, flestir þekkja hann væntanlega úr CM (er hjá Shaktar og mæli með honum fyrir hvern sem er). Nígerískur landsliðsmaður, og alveg hreint stórgóður. Ég hræddur um að þessi drengur sé gullmoli sem verði seldur fyrir dágóða summu, jafnvel á þessu tímabili, hann gerði bara 1 eða 2 ára samning.
Ég ætla ekki einu sinni að reyna að stilla upp líklegu byrjunarliði, ykkur er guðvelkomið að reyna, en ég er nokkuð viss um að Luzhny og Irwin byrji sem miðverðir og Isaac verði settur á hægri kantinn. Paul Ince og Mark kennedy saman á miðjunni, nema kennedy verði á hægri kantinum.
Annað sem gæti komið Úlfunum vel, og þeir þegar farnir að græða á, er að þeir eru úrvalsdeildarlið með nóg af plássi. Þannig að þeir geta sankað að sér mönnum sem vantar leikreynslu, en komast ekki í byrjunarlið. Houllier, Wenger, Fergusson, og, sérstaklega, Ranieri eiga sennilega eftir að senda þangað nokkra menn í lán og þegar líður á tímabilið og menn fara að losna undan samningum eiga þeir eftir að horfa hýrum augum til Úlfanna með von um að fá að spila.
Eins og sést eru Úlfarnir ekkert í vandræðum með stórstjörnurnar sínar, og ef ég ætti að giska þá væri hægt að fá ca 1m. pund per leikmann , samtals um 20 milljónir fyrir allt liðið. Það verður gaman að sjá hvernig þeim gengur með lið sem geta stillt upp mönnum sem kosta allt að helmingi meira.
Hvernig sem fer hefur draumurinn ræst og nú er bara að stofna félag og finna samkomustað.
Áfram Úlfarnir.
" They call me Man,