Eftir að hafa séð Liverpool greinina hér á undan ákvað ég að gera svipaða grein fyrir mitt uppáhaldslið. Eins og allir vita þá eru Chelsea búnir að kaupa svo gott sem nýtt lið og líklegt er að einn leikmaður enn bætist við í þessum mánuði ef marka má Roman Abramovich. Ég er mikill Chelsea stuðningsmaður og finnst mér þeir hafa að mestu leyti verið mjög skynsamir í sínum kaupum og hoppaði ég t.d. hæð mína í lofti þegar þeir keyptu Duff. Samt finnst mér þeir hafa keypt kannski full mikið og ég hefði viljað sjá þá kaupa Mark Van Bommel, því að það er akkúrat leikmaður sem þá vantaði á miðjuna í svokallað ‘holding position’.
Líklegar liðsuppstillingar.
Markvörður: Cudicini á þessa stöðu. Ambrosio er bara til staðar ef hann meiðist. Leiðinlegt samt að sjá Jurgen Macho meiðast því að hann er mjög góður.
Einkunn: 9
Hægri bakvörður: Hér var Glen Johnson keyptur, en ég býst ekki við því að hann fari beint inn í byrjunarliðið. Melchiot hefur verið að standa sig mjög vel á þessum stað og býst ég við því að hann verði meira í þessari stöðu, en Johnson fái samt að spila slatta af leikjum. Einnig gæti Geremi stolist í þessa stöðu við og við.
Einkunn: 7,5
Vinstri bakvörður: Hér held ég að Wayne Bridge hafi verið keyptur beint inní byrjunarliðið og fannst mér hálf leiðinlegt að sjá á eftir Le Saux, þar sem hann er mikið betri en Babayaro. Bridge mun eiga þessa stöðu og Babayaro verður líklega bara til vara ef hann meiðist.
Einkunn: 8
Miðverðir: Ég held að Ranieri geti bara ekki annað en stillt upp John Terry og William Gallas reglulega. Desailly er náttúrulega jálkur, en hann er að verða gamall. Samt býst ég við því að hann fái að spila slatta en ég vona að Galla-Terry verði aðalmálið í vetur og að Terry verði aðal fyrirliði liðsins. Huth er líka mjög efnilegur leikmaður sem gæti spilað nokkra leiki
Einkunn: 9,5
Vinstri kantur: Þessa stöðu mun Duff eiga. Zenden hefur lítið sýnt og Grönkjær hefur verið mistækur þrátt fyrir ágæta spretti. Grönkjær er samt góður að því leyti að hann getur spilað á báðum köntum og býst ég því við því að hann verði oft á bekknum til að skipta við Geremi og Duff.
Einkunn: 9
Hægri kantur: Sama og með vinstri kantinn. Geremi mun eiga þessa stöðu og Grönkjær verður til vara.
Einkunn: 8,5
Miðjan: Þetta verður vissulega erfiðasta staðan fyrir Ranieri að stilla upp í. Hann er með 4 góða miðjumenn í Verón, Joe Cole, Frank Lampard og Emmanuel Petit. Einnig má ekki gleyma því að Geremi hefur verið að spila þarna í æfingaleikjum. Ég veit satt best að segja ekki hvað Ranieri er líklegur til að gera, en ég býst við því að Verón fái að spila sýna stöðu og að hann sé nokkuð öruggur með hana. Hin staðan verður ‘roteruð’ á milli hinna mannana. Ég hefði þó persónulega viljað sjá Chelsea kaupa Mark Van Bommel í þá stöðu.
Einkunn: 8,5 (vantar góðan ‘holding’ spilara)
Framherjar: Adrian Mutu verður líklegast nokkuð fastur með sitt sæti. Ég vona að Eiður fái að spila við hlið hans, en ég býst við að Chelsea ætli sér að kaupa annan framherja. Mikael Forsell og Carlton Cole eru báðir gríðarlega efnilegir og vona ég að þeir fái að spila mikið í vetur. Hasselbaink verður líklegast seldur býst ég við og þá sérstaklega ef þeir ætla að kaupa einn framherja í viðbót (Vieri, Tristan, Eto'o?).
Einkunn: 9
Ég spái Chelsea 3-4. sæti í deildinni og ágætis árángri í meistaradeildinni. Þeir gætu jafnvel hirt einn bikar heimafyrir. Veturinn 2004-2005 verður það ár sem þeir taka titilinn ;)
Eftirfarandi leikmenn munu vera svona ‘fringe players’ eða vera seldir: Stanic, Zenden, Petit, Babayaro, Hasselbaink og Marco Ambrosio.
Kveðja,
Binni