Eins og flestir fótbolta áhugamenn hafa tekið eftir síðustu viku hafa Chelsea verið að kaupa leikmenn núna í sumar uppa hvorki minna en £75 milljónir sterlingspunda. Leikmenn eins og Glen Johnson (£6m), Wayne Bridge (£6m), Damien Duff (£17m), Geremi (£6m), Juan Sebastian Veron (£15m), Joe Cole (£7m) og Adrian Mutu (£16m). Öll þessi kaup gerðust eftir að nýji rússneski eigandinn Roman Abramovich keypti félagið. Einnig hafa Chelsea reynt að kaupa leikmenn eins og Raul fyrir met fé £128m punda. Líka leikmenn eins og Emerson, Mark Van Bommel og Christian Vieri.
En þjálfarinn Claudio Ranieri er óskup rólegur yfir þessu öllu og mætir rólegur og ánægður á fréttamannafundina. Hann sagði við Sky sports: “Ég hef fengið það tækifæri sem allir þjálfarar dreyma um, að hafa nógu mikinn pening til að kaupa alla leikmenn sem eru sjáanlegir.” Og það hefur hann svo sannarlega gert.
Þetta segir svo Roman Abramovich: “Ég hef ekki hugsað um hvað mikin pening ég er tilbúinn að eyða. Ætli það byggist ekki allt á því hversu vel við spilum og hversu ákveðnir við erum að vinna. Ef mér mundi finnast að við þurftum að kaupa einhverja sérstaka leikmenn til að fá góð úrslit úr leikjum mundi ég gera það þangað til að við mundum vinna.”
Og út úr þessum orðum kom upp á flestum fótbolta tímaritum og blöðum: “Abramovich: Ég kaupi deildinna”
Er það hægt á einu tímabili? Jack Walker gerði það með Blackburn 94-95 tímabilið og keypti hann menn eins og Alan Shearer og fleiri. Hvernig haldið þið að þeim gangi þetta tímabil og næsta.
Ég spái þeim góða hluti í Meistaradeildinni en ég held að 3-6 sæti í Úrvaldsdeildinni kæmi manni alls ekkert á óvart. En hinsvegar tímabilið 04/05 ættu þeir að geta unnið deildinna léttilega, ef herra Abramovich eigi ekki eftir að leiðast og taka peninginn útúr félaginu. Þetta getur allt lent hræðilega, vonum hitt besta.
Hvað heldur þú?