Manchester united sigraði í dag (10. ágúst) Samfélagsskjöldinn, sem er svona eiginlega byrjuninn á ensku deildinni.
Manchester United og Arsenal áttust við að þessu sinni í Smafélagsskyldinum. Manchester vann að þessu sinni eftir vítaspyrnukeppni. Manchester komst yfir á 15. mín með skalla marki frá frakkanum Mikael Silvestre. En aðeins 5 mínútum síðar jöfnuðu Arsenal menn leikinn og þar var að verki enginn annar en frakkinn, Thierry Henry, og skoraði hann úr aukaspyrnu. Og staðan orðinn 1-1. Undir leikslok eða á 75. mínútu fékk enska úngstirnið Francis Jeffers reisupassan er hann sparkaði í Phil Neville sem lá á jörðunni. Staðan var 1-1 að lokknum venjulegs leiktíma og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppnis:
1. Spyrnuna tók Paul Scholes og skoraði hann örugglega og kom Man Utd yfir 1-0
2. Edu Jafnaði fyrir Arsenal staðan 1-1
3. Rio Ferdinand tók 3. spyrnuna og kom Man Utd í 2-1
4. Van Bronkhorst gerir sig tilbúinn til að taka 4. spyrnuna en Tim Howard gerir sér lítið á óvart og ver spyrnuna
5. Spyrnuna tekur markamaskínan Ruud Van Nistelrooy en Jens Lehman ver frá honum,
6. Spyrnuna tekur frakkin Wiltord og jafnar hann 2-2
7. Spyrnuna tekur Normaðurinn knái Ole Gunnar Solskjaer og skorar hann úr henni og staðan orðinn 3-2 Man Utd í hag
8. Spyrnuna tekur Lauren og skorar hann 3-3
9. Forlan tekur 9. Spyrnuna og á ekki í vandræðum með að klára hana staðan því orðinn 4-3
10. spyrnuna tekur Robert Pires og nú er að duga eða drepast því ef að hann klúðrar vinna Man Utd. Tim Howard gerir sér síðan lítið fyrir og ver frá frakkanum og Man Utd eru þá orðnir meistarar!