Ég var í miklum vafa með þetta sæti en ákvað að setja Arsenal í það. Hin tvö liðin sem komu til greina voru Newcastle og Liverpool.
Markið: Jens Lehmann er nýkominn til liðs við þá og það verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur í enska boltanum. Raami Shaaban og Staurt Taylor verða markmenn nr. 2 og 3. Þeir eru því býsna öruggir þar.
Vörnin: Ein sterkasta vörnin á Bretlandseyjum. Lauren, Sol Campbell, Martin Keown, Ashley Cole, Pascal Cygan og síðan verður gaman asð sjá hvort hinir ungu Phillipe Senderos og Gael Clichy fái eitthvað að spreyta sig en sá fyrrnefndi á víst að vera næst stórstjarna Arsenal.
Miðjan: Mjög teknísk miðja með Robert Pires fremstan í flokki, Patrick Vieira vita allir hvað getur, Freddie Ljungberg og Sylvain Wiltord kome með hraðan. Ásamt þessum fjórum hefur Wenger þá Gilberto Silva, Ray Parlour, Jermaine Pennant, Kolo Toure og Edu að velja úr og því er ljóst að þarna verður rosaleg samkeppni, þó að fjórir fyrstu munu væntanlega spreyta sig mest til að byrja með.
Sóknin: Arsenal framlínan er marglofuð með Thierry Henry sem kóng þar. Ótrúlegur leikmaður og er ekki bara markaskorari af guðs náð heldur leggur hann upp ótal færi fyrir samherja sína. Dennis Bergkamp er mjög hugmyndaríkur og getur nánast búið til dauðafæri úr engu. Þeim til stuðnings er Kanu, Francis Jeffers og Jeremie Aliadiere. Að mínu mati mættu Arsenal fá einn klassa framherja í viðbót til að fá aukna samkeppni.
Arsenal munu lenda í öðru sæti og gætu jafnvel unnið titilinn ef þeir mundu bæta einum leikmanni í hópinn.
Líklegt byrjunarlið:
—————————Jens Lehmann—————————-
—Lauren——- –Sol Campbell——Martin Keown——Ashley Cole–
–Freddie Ljungberg–Gilberto Silva–Patrick Vieira—-Robert Pires
——————-Dennis Bergkamp——-Thierry Henry————-