Ég er Newcastle maður og ekki verða hissa ef ég gæti orðið hlutdrægur í þessari grein. Ég ætla að reyna að skrifa bara um Newcastle en ég gæti eitthvað komið inn á hin liðin líka.
Á síðustu leiktíð endaði lið Newcastle í 3. sæti, á eftir Arsenal og Man Utd og var ég sem Newcastle maður nokkuð sáttur við það. Á liðinu mátti bæði sjá plúsa og mínusa….plúsarnir voru aðallega þeir að maður var að sjá marga unga og óreynda leikmenn (Jenas, Viana o.fl.) standa sig mjög vel í toppbaráttunni og voru þeir að vinna vel með þessum reyndari eins og Shearer og Speed. Mínusarinir voru þó þeir að liðið fór að slaka á í endann sem má líklegast kenna um lítilli reynsla meðal leikmannanna og slakri vörn.
Markmið Bobby Robsons hjá Newcastle hefur alltaf verið að byggja upp ungt og efnilegt lið fyrir framtíðina blandið með eldri og reyndari leikmönnum inn á milli sem geta reynast góðar fyrirmyndir fyrir þessa ungu leikmenn. Að mínu mati gengur þetta markmið hjá Sir Bobby mjög vel.
Newcastle United hefur mjög góða breidd í sínum leikmannahóp og kemur oftast maður í manns stað. Vörnin er þó kannski eini hluturinn sem sú regla á ekki við, Titus Bramble olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og sama á við um þá Andy Griffin og Nikos Dabizas, sem var einmitt settur á sölulista eftir leiktíðina.
Fyrir þessa leiktíð hafa Sir Bobby og hans menn Fengið til sín fleiri leikmenn sem geta bætt hópinn hjá Newcastle til muna en þar má helst nefna Lee Bowyer sem var fenginn frá West Ham frítt og hefur hann verið að sína mjög góða takta í þeim leikjum sem búnir eru af undirbúningstímabilinu og held ég að Sir Bobby hafi gert góð “kaup” þar. Einnig hefur Newcastle keypt táninginn Darren Ambrose frá Ipswich á eina milljón punda. Darren hefur bæði spilað með U21 og U19 liði Englendinga. Einnig fékk Newcastle til sín varnarmanninn Jonathan Woodgate á 9 milljónir punda frá Leeds rétt undir lok síðasta tímabils.
Leikmenn sem voru seldir fyrir þetta tímabil voru þeir Joe Kendrick og John Karelse sem fóru án geriðslu en Christian Bassedas var leystur undan samningi.
Leikir Newcastle á undirbúningstímabilinu hafa gengið bara nokkuð vel til þessa en í lok júlí tóku þeir þátt í Asia Cup þar sem þeir unnu Birmingham en töpuðu fyrir Chelsea í vítaspyrnukeppni. Í byrjun ágúst keppni lið Newcastle tvö leiki á sama kvöldinu með tvö mismunandi lið en annað liðið vann Hartlpool 6-0 þar sem Shearer skorði þrennu en hinn leikurinn tapaðist gegn Sheffield Wed. 4-3. Newcastle keppti einning tvo leiki á sama kvöldinu seinna í ágúst en þá voru það liðin Hull og Bayern Munchen, Bayern leikurinn fór jafntefli 2-2 en leikurinn við Hull vannst 4-0.
Vegna þess að Newcastle lenti í 3. sæti deildarinnar í fyrra fá þeir að keppa í Meistaradeildinn eins og flestir líklega vita en í ár drógst Newcastle á móti annaðhvort Partizan eða Djurgarden í forkeppninni en fyrri leikurinn fór 2-2 milli þessara liða.
Svo loks 17. ágúst er fyrsti leikurinn í deildinn en hann er við Leeds á útivelli og verður það erfiður leikur að mínu mati en svo strax í 2. umferð er keppt við Man Utd á St. James’s Park og verður það alveg rosalegur leikur.
Ég er alltaf hræddur við spár fyrir tímabil en samt spá ég því að Newcastle verði í einu af efstu þrem sætunum en þó held ég að baráttan við Man Utd og Arsenal verði erfið en Liverpool gæti líka bætt sér inn í baráttuna.
Að lokum vona ég að þessi grein hafi verið áhugasöm og góð og við Newcastle menn verðum bara að vona að okkar menn nái loks að krækja sér í titil.
ViktorXZ