Ég ætla að spá fyrir með fimm efstu sætin og hvert sæti kemur í hverri grein og ítarleg umfjöllun um liðið. Núna er það 1.sætið.
Manchester United:
Markið: Þeir eru með tvo sterka markmenn og sérstaklega vil ég vekja athygli á Tim Howard sem hefur staðið sig afbragðsvel á undirbúningstímabilinu. Ég held að hann eigi eftir að láta mikið að sér kveða í vetur. Ég held að hann muni hreppa stöðuna sem markmaður númer 1.
Vörnin: Þar erbreidd en þeir gætu bætu einum miðverði inní í viðbót. Þeir eru með Gary Neville, Rio Ferdinand, Michael Silvestre, John O'shea, Wes Brown og Phil Neville (sem er í rauninni orðinn að miðjumanni). Öruggt er að Ferdinand og Silvestre eru öruggir með sæti en hinir eru spurningarmerki. Wes Brown er gríðarlega öflugur og líka hinn ungi John O´shea, sem stóð sig frábærlega á seinasta tímabili. Síðan er það Gary NEville sem ég hef alldrei haft neitt mikið álit á. Phil Neville er eiginlega leikmaður sem er ekki á kaliber fyrir þetta United lið.
Miðjan: United er með mjög öfluga miðju núna fyrir en nú þegar ljóst er að Seba Veron fer, þá breytast hlutirnir. Að vísu er bara vika í atvinnuleyfið hans Klebersons og Djemba-Djemba getur líka spilað á miðri miðjunni. Þar með eru fimm menn sem geta spilað þar.
Ole Gunnar Solskjaer mun væntanlega leysa stöðuna hans Beckham og á vinstri kanti er enginn vandi því þar hafa þeir auðvitað Ryan Giggs. Síðan gæti verið gman að sjá hvort að Kieran Richardson fái eitthvað að spreyta sig, mikið efni þar á ferð.
Sóknin: Ruud Van Nistelrooy er að sjálfsögðu þeira aðal senter og er ótrúleg markamaskína. Diego Forlan hefur komið á óvart í æfingalekjunum og síðan er David Bellion til staðar og Ole Gunnar getur líka verið þar.
Ég tel að United muni verða efsta liðið og ef ekki munu þeir ekki lenda neðar en í öðru sæti, þó að ég sjái það ekki gerast miðað við hvernig þeir hafa spilað í æfingaleikjunum.
Líklegt byrjunarlið:
————————-Tim Howard——————————
Wes Brown——Rio Ferdinand—Michael Silvestre—–John O'Shea
Ole G. Solskjaer—-Roy Keane—–Paul Scholes———Ryan Giggs
—————Ruud Van Nistelrooy—Diego Forlan—————-