“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian
Hver verður fyrirliði?
Það er mikið að gera hjá nýja landliðsþjálfaranum hjá Englendingum um þessar mundir, vegna þess að Tony Adams sagðist vera hættur að spila með landsliðinu. Sven sagði að hann myndi kannski fara að sama ráði og Keegan og láta David Beckham fá fyrirliðabandið en það væri en alveg óljóst hver fengi það í leiknum á móti Spáni seinna í mánuðinum. Sven sagði einnig að í dag væri mjög erfit að byggja upp gott landslið þar sem það væri of mikið um útlendinga í Ensku deildinni og Englendingarnir fengu ekki eins mörg tækifæri til að sýna sig. En hann sagði að það væri einnig gott að hafa útlendinga því að þeir kenndu mörgum ungum leikmönnum að spila almennilegan fótbolta. Mér finnst þetta reyndar svolítið kaldhæðnislegt af honum að segja þetta þar sem hann er nú útlendingur sjálfur.