Það hefur víst verið í umræðunni útí Bretlandi hvort næsta skref í klónun sé ekki að klóna menn, og þ.a.l. knattspyrnumenn!

Ian Gibson í bresku ríkisstjórninni hefur undanfarið fengið mörg bréf þess efnis hvort ekki eigi að klóna David Beckham (!) en Ian þvertók fyrir það og sagði að þeir væru sko ekki á leiðinni að fara að klóna menn.

Mér finnst þessi umræða um að klóna íþrótta og afreksmenn svolítið fáránleg því menn mótast af umhverfi sínu og ef þú myndir klóna David Beckham fengiru ekki sama manninn, að baki hæfileika hans liggur margra ára þjálfun og það virðast fáir gera sér grein fyrir því! Ef þú myndir vilja nýjan afreksmann þyrftiru að þjálfa hann alveg eins og þann gamla sem afrtitið var tekið af.

Reyndar að það staðreynd að sumir eru betri knattspyrnumenn af náttúrunarhendi en mér finnst þessi umræða um að klóna íþróttamenn og annað afreksfólk alveg fáránleg.
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _