Nú er leiktíðin að byrja og ég vill deila með ykkur nokkrum hlutum í undirbúningi fyrir leiktímabilið 2003-2004.
Sumarið hefur verið viðburðaríkt og margt hefur gerst. Marc-Vivien Foe lést í Álfukeppninni og margar þjóðir hafa mótmælt of mörgum leikjum á þessum 10 mánaða hlaupi fyrir leikmennina.
Einnig hafa aðdáendur Chelsea fengið þær góðu/slæmu fréttir að Rússneski viðskiptajöfurinn Roman Abramovich sé orðinn eigandi að Chelsea og sé að gera allt brjálað á markaðinum. Hann bauð ma. 65m punda í Henry og 100m í Vieira og Henry til samans. Gerrard var líka orðaður við þá fyrir “litlar” 50m.
Wayne Bidge, Damien Duff og Geremi komnir og Le Soux og Zola farnir.
Hinum megin í Lundúnum hjá Arsenal er verið að byggja nýjann leikvang sem seinkar alltaf jafn mikið. Nú er það komið fram að nýji leikvangurinn (Asburton Grove) muni vera tilbúinn fyrir tímabilið 2006 – 2007. Leikmenn þar á bæ eru svona að detta inn og Vieira og Pires eiga eftir að skrifa undir samning. Óttast er að Vieira fari þá frítt næsta sumar ef hann skrifar ekki.
Manchester United hafa verið að gera stóra hluti og slæma. Beckham til Real og Tim Howard, Bellion og (ég held) Djemba Djemba.
Hugsanlega er Verón að fara til Chelsea. Þeir eru búnir að vinna alla andstæðinga á Mótinu í Bandaríkjunum (Juventus, Celtic, Barcelona og e-ð Suður Amerískt lið (Sao Paulo held ég)
Newcastle eru líka að gera fína hluti og þar ber að nefna kaupin á Lee Bowyer frá West Ham. Eru í Meistaradeildinni og allt í gúddí hjá sveinum Bobby Robson.
Í Bítlaborginni Liverpool eru menn á Anfield að gera fínt. LeTallec og Kewell eru líklega bestu kaupin. Þeir hafa reyndar ekkert sýnt sig og sannað á Amsterdam mótinu.
Kewell hefur nánast ekkert sést í þeim fáu leikjum sem hann hefur spilað.
Spáin mín:
1. Manchester United
2. Arsenal
3. Newcastle
4. Liverpool
5. Chelsea
Fallsæti:
18. Bolton
19. Lecester
20. Portsmouth