Jæja þegar að þetta er skrifað eru bara 2 leikir eftir í 12 umferð KA-Þróttur og Fram-Grindavík. Samt eru línurnar engan veginn teknar að skýrast og erfitt að spá fyrir hverjir verða toppnum og hverjir koma til með að falla í lok móts. Það virðist þó óumflýjanlegt að Fram falli þetta árið, það veltur allt á leiknum gegn Grindavík. Ef þeir ná að sigra hann gætu þeir hugsanlega bjargað sér eina ferðina enn, það er möguleiki en það þarf hreinlega allt að ganga upp hjá þeim svo að það kraftaverk gangi upp. Þegar Þróttur var á toppnum fyrir nokkru síðan og allt snérist um þá læddist að mér sá grunur að þeir myndu falla þrátt fyrir allt. Ég veit ekki á hverju ég byggi það en það er einhver óþægileg tilfinning sem að ég á erfitt með að útskýra sem að segir mér það. En hverjir vinna mótið? Fylkir eru með gott lið en þeir ná alltaf að klúðra sínum málum í lokin og ég held að það verði einmitt líka raunin í ár. Grindavík eru einfaldlega ekki með nógu og gott lið til þess að sigra og önnur lið ÍBV,ÍA,Valur og FH koma ekki til með að blanda sér í toppbaráttuna. Þó set ég spurningamerki við FH þeir gætu komið á óvart en ég tel það mjög ólíklegt. Þá stendur aðeins eitt lið eftir KR já þó að mörgum finnist það leiðinlegt þá held ég að þeir taki þetta aftur í ár. Þeir eru einfaldlega bæði með gott lið og mikla breidd í sínum leikmannahóp og á því eiga þeir eftir að fara alla leið í ár.
Staðan nú
1 Fylkir 23
2 KR 23
3 Grindavík 19
4 Þróttur 18
5 FH 18
6 ÍBV 16
7 KA 14
8 ÍA 14
9 Valur 12
10 Fram 8
Mín spá
1 KR
2 Fylkir
3 FH
4 ÍA
5 Grindavík
6 ÍBV
7 Valur
8 KA
9 Þróttur
10 Fram
Góðar stundi