Kristján Sigurðsson í landsliðið strax............
Það er næstum óumdeilt Kristján Sigurðsson í KR er búinn að vera maður mótsins hingað til. Menn voru fyrir mót með miklar áhyggjur af vörn KR, en það er greinilegt að sóknin er vandamálið í dag. Meðan að tvíburarnir eru búnir að vera fremur slappir er Kristján búinn að vera öryggið uppmálað. Ég held því fram að hann sé helmingi betri en bróðir sinn Lárus. Ásgeir á að drífa sig í að bæta honum í hópinn, þannig að hann verði tilbúinn í Þýskalands leikina. Kristján gæti að mínu mati orðið betri varnarmaður en Guðni Bergsson! Hann er framtíðin í Íslenska landsliðinu.