Eftir margra vikna bið, heilabrot og taugaspennu um það hvað muni gerast í þessu Ronaldinho máli þá er loksins kominn endir. Í dag, laugardaginn 19 júlí skrifaði Ronaldinho undir fimm ára samning við Barcelona (því miður Man Utd menn *hóst-gott á ykkur-hóst*).
Kaupverðið er sagt vera 21 milljón punda og voru stjórnarmenn í herbúðum Börsunga himin lifandi þegar fréttirnar bárust, en eins og flestir vita var mikil pressa á stjórn Barcelona eftir að þeir mistu, eins og frægt er nú orðið, af David Beckham til erkifénda sinna í Madrid.
Sandro Rosell talaði til líðsins stuttu eftir að Ronaldinho krotaði undir og sagði m.a. við pressuna að Ronaldinho væri einn af stjörnum nýja Barcelona(hvað sem það nú þíðir). Ronaldiho talaði ekkert en bróðir hans og “agent” Roberto Assis talaði fyrir hönd þeirra beggja þar sem hann lísti ánægu yfir að þetta væri að lokum komið.
Nú nílega kom það í ljós að Man Utd hefði boðið Fabien Barthez ásamt pening í skiptum fyrir Ronna og sér maður að þeir eru greinilega að reina að losna við hann en núna fyrr í vikunni buðu þeir Arsenal þennan sama mann.
Það eina sem að getur núna komið í veg fyrir að Ronni yfirgefi Paris Saint German, eða PSG, er það að hann falli í sjúkraprófinu, sem að ég tel nú ólíklegt þar sem að hann á að vera með hestaheilsu.
En þessari endemis vitleysu er þá allavega lokið og nú er spurningin hvor kaupin hafi verið betri, David Beckham eða Ronaldinho.