Jæja félagar núna ætla ég aðeins að spá og spegúlera um leikmannamál Ensku deildarinnar eins og þau standa núna.
David Beckham til Real Madrid:
Ókei, þessi piltur er búinn að sanna sig. Frábær sendingameistari, aukaspyrnumeistari, hornspyrnumeistari. Hvað meira? Hefur hann þetta sama og Kewell hefur? Nei ég held nefnilega ekki. Ég held að Sir Alex Ferguson og hans teymi munu fylla þetta skarð upp vel og auðveldlega.. þar sem besti leikur Man United var einmitt án Beckhams.. þegar United burstuðu Newcaste 6-2.
Harry Kewell til Liverpool:
Sannkölluð kaup sumarsins. Ég er Manchester United maður og er alveg hundfúll að Ástralinn hafi valið Liverpool. Ég held að hann eigi eftir að bæta leik Liverpool mikið.. en til þess þurfa Poolararnir að bæta sinn leik algjörlega. Þeir þurfa að hætta þessum long-ball boltum og fara að spila boltanum í fæturnar á Kewell sem kemur boltanum svo með snilli sinni til framherjanna.
Patrik Berger til Portsmouth:
Þessi kaup eiga eftir að halda Portsmouth uppi sem og önnur kaup sem hann Harry Redknapp hefur gert. Ég hef alltaf haft mikla trú á honum Redknapp eldri.. og held ég að hann muni koma á óvart með sína menn núna í ár. Hann er að gera það sem liðin sem koma upp í deildina eru að gera of lítið af, en ættu hinsvegar að taka sér til fyrirmyndar.. fiska þessa gömlu reynslubolta sem eru með lausann/engann samning. Það borgar sig held ég.
Steve Finnan til Liverpool:
Ókei, núna koma margir.. Finnan who? Þessi leikmaður er klassi. Hann var valinn í lið deildarinnar í fyrra(ekki seinast) og voru margir að setja stórt spurningarmerki af hverju hann hafi ekki verið valinn. Þetta er leikmaður sem Liverpool vantaði, svona sóknarbakvörð sem klúðrar ekki sendingum þegar sóknin er hafin eins og hann Carragher var stundum þekktur fyrir. Klassakaup finnst mér, og finnst mér eins og Poolararnir hafi fundið sinn eigin Gary Neville.
Eric Djemba-Djemba til Manchester United:
Ókei, þessi leikmaður fær þann vafasama heiður að vera á topp10 yfir ljót nöfn í Ensku deildinni. En þessi leikmaður á að vera næsti Roy Keane á miðju Manchester United. Ég veit lítið sem ekkert um þennan 22 ára gamla Kamerúnmann. Hann á að vera snöggur, harður og með góðar sendingar.. meira veit ég ekki.
David Bellion til Manchester United:
Ég fílaði þennan leikmann þegar hann var hjá Sunderland. Ég hef sjaldan séð svona spretti eins og hann átti hjá þeim í þeim fáu leikjum sem hann spilaði með Sunderland. En flestir þjálfarar hans segja að þarna sé á ferð heimsklassaleikmaður.
Teddy Sheringham til Portsmouth:
One name: Harry Redknapp and you know the rest.. S;-{D
..endilega commentið á þetta, munið það að statusinn er enn, flames = go to hell.
Ég mun koma með fleiri pósta ef það er vel liðið.