Ég ákvað að skrifa smá grein um minn uppáhalds þjálfara :D
Ferill Sir Bobby Robson byrjaði fyrir alvöru þegar hann gekk til liðs við Fulham þá aðeins 17 ára gamall, þar spilaði hann þar fyrst í 6 ár sem sóknarmaður og skoraði 68 mörk í 152 leikjum. Árið 1956 gekk hann svo til liðs við W.B.A, og skoraði hann þar 56 mörk í 239 leikjum áður enn hann gekk aftur til liðs við sitt gamla félag, Fulham. Þar fór hann að spila sem varnarmaður og spilaði 192 leiki fyrir þá og skoraði 9 mörk.
Í millitíðinni þegar hann spilaði með W.B.A, þreytti hann frumraun sína með Enska landsliðinu á móti Frökkum á Wembley í Nóvember 1957, skoraði hann tvö mörk þar í 4-0 Englendinga. Hann þurfti samt að bíða þá í hálft ár eftir að fá sitt næsta tækifæri og fékk hann það á móti Rússum í Heimsmeistararakeppninni 1958 og spilaði hann alla þrjá leiki Englendina í þeirri keppni, landsleikirnir hjá honum urðu 20 áður enn yfir lauk og voru mörkin 4.
Árið 1967 byrjaði svo nýr kafli í lífi Bobbys, þar sem hann byrjaði þjálfaraferil sinn í Kanada, tók hann þar við Vancouver Royals, þar var hann aðeins í 1 ár því þá fékk hann að taka við sínu gömlu félagi Fulham.enn hann staldraði ekki lengi við þar var rekinn þaðan í Nóvember 1968, hann var þó ekki atvinnulaus lengi. Því honum var boðið starf áður enn tveir mánuðir vor liðnir, liði sem var í ströggli í 1 deild enn hann átti eftir að gera þá að stórveldi: Ipswich Town.
Fyrstu þrjú árin við stjórnvölin þar var hann í fyrstu deild enn á tímabilinu 1972-73 var það komið í Úrvaldsdeild. Árið 1978 kom svo fyrsti titillinn enn hann var Enski bikarinn Fa cup, enn þeir þurftu svo ekki að bíða lengi eftir næsta bikar, enn hann kom eftir 3 ár og var hann Uefa cup. Þetta ár voru þeir mjög nærri að ná titlinum enn Aston Villa náðu honum, árið seinna voru þeir einnig nærri því að ná titlinum enn þá byrjaði gullaldartími Liverpool. Og náðu þeir titlinum, þá fannst Bobby tími til kominn að breyta til.
Eftir að hafa verið við stjórnvölin hjá Ipswich í 11 ár, bauðst honum starf hjá Englandi og stjórnaði hann þeim í tvem Heimsmeistarakeppnum. Árin 1986 og 1990. Margir segja að England hafi aldrei verið jafn nálægt því að ná titlinum aftur og var það alveg satt, enn þeir höfðu verið í mikilli lægð síðan þeir unnu hann 1966 á heimavelli. Árið 1986 komust þeir í 8 liða úrslit, enn töpuðu þar í leik sem gleymist sjálfsagt aldrei á móti Argentínu. Þar sem Maradona skoraði tvö ógleymanleg mörk, annað með hendi og hitt þar sem hann sólaði alla sem hann sá frá miðju og skoraði, þar tryggði hann Argentínu í undanúrslit með 2-1 sigri, enn Argentína komust svo í Úrslit og sigruðu keppnina.
Árið 1990 ætluðu Englendingar sér sigur í keppninni sem fram fór í Ítalíu.
Þeir fóru í gegnum riðlakeppnina þar með einn sigur gegn Egyptum og tvem jafnteflum gegn Írum og Hollendingum. Í 16 liða úrslitum mættu þeir Belgum og sigruðu þá 1-0. Síðan mættu þeir spútník liði Kamerún í 8 liða úrslitum og unnu þeir þá 3-2 í þrælskemmtilegum leik, síðan komust þeir í Undanúrslitum og duttu þar út gegn Vestur - Þjóðverjum í Vítaspyrnukeppni.
Þetta var mikið áfall fyrir Bobby, og kom mörgum á óvart þegar það var í öllum fjölmiðlum að hann væri kominn til Psv Eindhoven. Var hann þar í tvö tímabil og sigraði Hollenska titillinn bæði árin, þá síðan fór hann til Lissabonn í Portúgal: Sporting Lissabonn, en gaman má til segja að þegar hann var hjá Psv var Eiður einmitt líka hjá þeim og Ronaldo.
Hann staldraði þó ekki lengið við hjá Lissabonn enn hann var rekinn stuttu eftir að hann fór þangað eftir að þeir duttu út úr Fa Cup, hann fór þó ekki frá Portugal fyrr en 3 árum seinna, því hann var eiginlega ráðinn strax til Porto. Hjá þeim átti hann blómatíma eins og hjá Psv, þrír titlar litu dagsins ljós á þrem árum. Portugalski bikarinn fyrsta árið, og Portugalski titillinn hin tvö árin hjá þeim.
Þó tók hann við Spænska Risanum frá Katalóníu: Barcelona, þar keypti hann unga manninn sem hann hafði séð þegar hann var hjá Psv, brasilíska snillinginn Ronaldo, fyrir metfé eða 20 milljónir puna, enn þetta var árið 1997, hjá Barcelona vann hann European Cup Winners Cup, Spænska bikarinn og var í öðru sæti í deildinni, enn þetta var ekki nógu gott hjá metnaðarfullum stjórnendum hjá Barcelona og var Bobby gerður að tæknilegum ráðgjafa í leikmannakaupum og Luis Van Gaal ráðinn sem þjálfari.
Þá hélt hann aftur til Psv Eindhoven í eitt ár eftir að hafa neitað að taka við Enska landsliðinu afutr, enn gerði þó engar rósir hjá þeim þetta árið. Enn í September árið 1999 byrjaði minn uppáhaldskafli hjá honum (ég er Newcastle fan) er hann tók við liðinu sem hann hafði alltaf stutt sem drengur, og einnig sem fullorðinn maður Newcastle.
Og mun ég fjalla svolítið ítarlega um þann kafla hjá honum.
Þegar Bobby tók við Newcastle árið 1999 blasti ekkert annað enn fall við liðinu, fjárhagurinn var í rúst og mórallinn var hrikalegur. Enn með samanblöndum af gömlum stjörnum náði Bobby að bjarga þeim frá falli og endaði liðið í 11 sæti í deildinni sem má teljast nokkuð gott miðað við aðstæður. Fyrir tímabilið 2001/2002, voru miklag mannabreytingar á liðinu, Alessandro Pistone, Steve Howey, Silvio Maric og Paul Robinson voru allir seldir, fyrir samtals 8,75 millj punda. Og Carl Cort keyptur á 7 millj, og Christian Bassedas á 3,5 millj, Daniel Cordone kom í láni og táningurinn Michael Copra kom einnig til liðs við þá enn hann var samninglaus, seinna kom Andy O'Brien á 2 millj í mars. Þetta tímabil gekk þó ekki nógu vel enn mkil meiðsli herjuðu þó á liðið, Newcastle endaði aðeins í 11 sæti. Bobby lét þó ekki deigan síga og lét mikið að sér kveða á leikmannamarkaðinum næsta sumar, Laurent Robert var keyptur á 9,5 millj, vitleysingurinn Craig Bellamy kom á 6,5 millj, og Robbie Elliot kom heim eftir dvöl hjá Bolton. Newcastle gekk hreinlega frábærlega þetta árið og endaði liðið í 4 sæti öllum á óvart, áður enn tímabilið var búið bættist svo Jermaine Jenas til liðs við þá fyrir 5 millj. Svo fyrir síðasta tímabil (2002-2003), hélt Bobby áfram að kaupa ungstirni, bættust Titus Bramble og Hugo Viana til liðs við þá fyrir það tímabil, og svo kom Jonathan Woodgate til þeirra áður enn tímabilið var búið. Þetta tímabil endaði Newcastle í 3 sæti í deildinni og komst í seinni riðlana í Meistaradeildinni.
Sir Bobby Robson hefur gert Newcastle aftur að stórveldi.
Vonandi hefur þetta gert ykkur eitthvað gott, í sambandi við European Cup Winners Cup vissi ég ekki hvað það var svo ég sleppti að þýða það.
Heimildir:
http://www.nufc.premiumtv.co.uk/view/0,12728,10278~Si rBobby~220046,00.html
http://www.leaguemanagers.co.uk/ managers/profile/16/Bobby%20Robson.html
http://www.wor ldcup.com
http://www.newcastle.is/Sagan/Managers/BR99- .htm
Með fyrirvara um stafsetningarvillur.
Kveðja Sindro