Jæja félagar!

Þá er að styttast í þessu, deildin er í uppsiglingu og mörg lið að vera búin með fjárfestingarnar sínar. Hérna ætla ég aðeins að tala um deildina og hvernig ég held að hún þróist. Ég ætla að taka þetta í þeirri röð sem deildin fór seinast.

Manchester United
Ókei, Manchester United hafa keypt þrjá leikmenn og selt einn aðalliðsleikmann. Inn eru komnir Tim Howards, Eric Djemba-Djemba og David Bellion en út er farinn David nokkur Beckham. Manchester United unnu deildina sannfærandi á seinasta ári með frábærum endaspretti sem Ruud van Nistelrooy stóð mjög stórt á bakvið. Ég held að Manchester United verði smá tíma að jafna sig á breytingunum sem komnar eru á liðinu því að sagan segir það, að það tekur tíma fyrir United að aðlagast þegar ný blóð eru komin inn. Svo er ekki víst með Ronaldinho.. það kemur í ljós í vikunni.

Arsenal
Þetta er frábært lið með góða leikmenn og voru óheppnir á seinustu leiktíð að það skyldi kveikna svona rosalega á Ruud van Nistelrooy á seinustu leiktíð. Arsenal eru ekki búnir að fjárfesta neitt (að ég held) og held ég að það sé stór plús. Arsenal hafa hinsvegar misst David Seaman til Manchester City, sem mun að ég held vera bara plús fyrir þá. Ég ætla að taka fram að ég er Manchester United maður! :þ

Newcastle United
Gott lið, og eru búnir að fjárfesta í einum topp leikmanni, Lee Bowyer.. enginn annar en maðurinn með skapið. Held að liðið muni mæta sterkt til leiks, og standa sig í toppbaráttunni.

Chelsea
Gott lið, og ekkert nema gott um það að segja. En ég held að fjárfestingin á liðinu sem þessi Abramovich gerði muni skaða liðið smá. Menn eru núna stressaðir um liðssæti sitt og eru ekki með jafnmikið sjálfstraust og þeir voru með. Held að það muni trufla þá, en vona ég að rússinn kaupi einhverjar stjörnur til að gera toppinn á Englandi meira spennandi.

Liverpool
Þetta lið er búið að bæta sig mjög undanfarið, og búnir að fjárfesta í tvemur sterkum og stæðilegum leikmönnum. Harry Kewell og Steve Finnan. Núna er fólk farið að hugsa um að Liverpool geti farið að sigla hraðar í að landa tittlinum og verður gaman að sjá hvort Liverpool standi sig eins og þeir gerðu í hittifyrra, jafnvel betur.

Blackburn
Þetta lið er mjög sterkt og skemmtilegt að horfa á það spila. Með tvo heimsklassa strikera á borð við Andy Cole og Dwight Yorke. Þeir geta gert margt saman, þeir hafa unnið meistaradeildina saman, og deildina í Englandi nokkrum sinnum. En Blackburn eru búnir að selja einn klassa leikmann, hann Dunn kallinn.. og held ég að það geti verið slæmt.

Everton
Ókei, ég fíla þetta lið slatta mikið. En því miður held ég að spúttnikk tíminn þeirra sé liðinn. Þeir komu rosalega á óvart og stóðu sig betur en mörg undanfarin ár. Og held ég að þeir fari í sama gamla sporið og endi í neðri hluta deildarinnar.

Southampton
Ég held að þetta lið muni standa sig enn betur en þeir gerðu seinast. Beattie er að verða toppklassa spilari og eykst reynsla hans dag frá degi. Held að Beattie, Niemi og félagar eigi eftir að standa sig frábærlega í vetur.

Manchester City
Ég held að þetta lið muni standa sig andskoti vel til heiðurs Marc Vivien-Foe. En liðið hefur misst Peter Schmeichel sem er nú stórt skarð til að fylla upp í, en David Seaman er kominn.. og verður gaman að sjá hvernig hann mun standa sig.

Tottenham
Eitthvað hef ég litla trú á þessu liði, því miður. Fínir leikmenn.. en ég held að Tottenham draugurinn vofi yfir þeim.

Middlesbrough
Ég persónulega hef mikla trú á McClaren og lærisveinum hans. Þeir hafa þó því miður misst snillinginn Geremi til Real Madrid, en ég held að Jonathan Greening muni fylla skarð hans. Held að Middlesboro muni standa sig vel þetta leiktímabilið.

Charlton
Alan Churbisley er þjálfari með vitið. Honum hefur oft verið bendlað við Manchester United þegar Sir Alex Ferguson hótar að hætta.. og held ég að hann muni standa sig vel með liðið sitt í vetur. Þeir eru með hrikalega góða miðjumenn, eins og Danan Claus Jensen sem er þjóðhetja í Danmörku nú um mundir.

Birmingham
Gott lið.. búnir að styrkja sig vel og Steve Bruce veit alveg hvað hann er að gera. Búnir að kaupa þarna David Dunn(minnir mig að hann heiti) sem er klassa spilari.

Fulham
Því miður, þá spái ég þessu liði falli. Ég hef aldrei haft trú á þessu liði.

Leeds United
Ókei, mér hefur alltaf fundist sárt að horfa upp á Leeds vera í svona miklu veseni eins og þeir hafa verið undanfarinn ár. En ég held að það verði engin breyting.. Kewell farinn. Segir allt sem segja þarf.

Aston Villa
Sömu sögu hef ég að segja um þá, held að þeir munu vera að Aston Villast í vetur, í neðri hluta deildarinnar.

Bolton
Enginn Guðni Bergsson. En Jay Jay Okocha getur gert meira heldur en að sóla, hann kann að skora. Veit ekki með hvort að Djorkaeff verði lengur þarna, einhver sem nennir að svara mér með það?

Ég nenni ekki að skrifa um: West Ham, WBA og Sunderland þar sem þau eru fallinn. En ég ætla að skrifa um: Wolves, Portsmouth og Leicester í staðinn.

Portsmouth
Held að þeir eigi eftir að koma vel á óvart í vetur, búnir að gera það sniðugasta sem lið sem koma upp um deild eiga að gera.. það er að sanka að sér samningslausar kempur, eins og Patrick Berger og fleiri. Held að þeir eigi eftir að vera sterkir.

Wolves
Held að þeir muni standa sig frábærlega. Paul Ince og Denis Irwin vita hvað þeir eru að gera, og eru þeir með mikla reynslu. Hlakka mest til að sjá Wolves spila.

Leicester
Veit því miður ekkert um þá.. nema að þeir voru einu sinni í úrvalsdeildinni.

Takk fyrir mig, flame er afþakkað.. þetta eru bara mínar persónulegar skoðanir. Segið mér hvað ykkur finnst um þetta, en ég spái Manchester United tittlinum.

Kveðja,
Yngvi, www.yngvi.is
yngvi@yngvi.is