Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Víkingur sigraði Breiðablik á Kópavogsvelli 1-0 en sigurmarkið gerði Stefán Örn Arnarsson í fyrri hálfleik. Víkingar eru þrátt fyrir þennan sigur áfram í öðru sæti deildarinnar með 15 stig en Keflvíkingar eru á toppnum með 21 stig eftir 8 umferðir. Á Varmárvelli sigraði Afturelding lið HK 2-1 en staðan í hálfleik var 1-1.

Markið sem Stefán Örn skoraði í kvöld fyrir Víkinga var fimmta markið hans í 1. deild karla í sumar og er hann næstmarkahæstur í deildinni ásamt Magnúsi Þorsteinssyni leikmanni Keflavíkur. Jóhann Þórhallsson sem leikur með Þór á Akureyri er markahæstur með 9 mörk.

Staðan í 1. deild karla eftir 8 umferðir
1. Keflavík 8 7 0 1 24:9 21
2. Víkingur 8 4 3 1 10:6 15
3. Þór 8 3 3 2 16:14 12
4. Haukar 8 3 2 3 13:12 11
5. Afturelding 8 3 2 3 10:13 11
6. Breiðablik 8 3 1 4 7:9 10
7. Njarðvík 8 2 2 4 12:15 8
8. HK 8 2 2 4 9:12 8
9. Stjarnan 8 1 4 3 10:13 7
10. Leiftur/Dalv 8 2 1 5 8:16 7


Kveðja kristinn18