Það mun gerast sem enginn átti von á fyrir nokkrum dögum, Chelsea ætlar að láta til sín taka svo um munar á leikmannamarkaðnum. Roman Abramovich eigandi Chelsea gerði í gær 35 milljón punda tilboð í Alessandro Nesta sem var aðeins hans fyrsta hreyfing á leikmannamarkaðnum og kunnugir telja líklegt að hann muni skilja Real Madrid og Manchester United eftir í skugganum þegar hann hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum.
Abramovich er þegar kominn með innkaupalista en auk Nesta voru á honum Patrick Kluivert sem virtist vera á leið til Newcastle en Chelsea gæti stolið, Edgar Davids leikmaður Juventus, Joe Cole leikmaður West Ham og Harry Kewell leikmaður Leeds.
AC Milan hafnaði tilboði Chelsea í Nesta í gær og staðfesti svo að hafa hafnað tilboðinu með yfirlýsingu sem gefin var á blaðamannafundi. Að vísu vildi Milan ekki staðfesta að um tilboð frá Chelsea væri að ræða en lítið annað er talið koma til greina.
Einnig er talið að Chelsea sé að íhuga 30 milljón punda tilboð í Thierry Henry hjá Arsenal en ljóst er að þegar menn eru með eins mikla peninga á milli handanna og Abramovich hefur þá getur allt gerst og það gerir fjörið sem framundan er á leikmannamarkaðnum ennþá skemmtilegra.
Abramovich er talinn eiga á milli 3 og 4 milljarða punda og það sem meira er, hann hefur ekkert á móti því að leika sér með peningana sem gerir hlutina enn meira spennandi.
You crawled and bled all the way but you were the only one,