Velska félagið Connah's Quay Nomads hefur samþykkt samstarfssamning við Manchester Uinted. Nomads verða þar með uppeldisfélag United og munu sjá um að ná í efnilegustu knattspyrnumennina í norðurhluta Vales.
Í staðinn mun félagið fá aðstoð við þjálfun og uppeldi leikmanna, og munu efnilegustu leikmenn félagsins fá tækifæri til þess að æfa á Old Trafford.
Samkvæmt reglun Alþjóða Knattspyrnusambandins mega Valesverjar ekki fara til Englands fyrr en þeir eru búnir með skólaskyldu, en meðal leikmanna sem eru ættaðir úr norðurhluta landsins eru Mark Hughes, Ian Rush, Gary Speed, Kevin Racliffe og Neville Southall.
Stuðningsmenn Nomads geta líka farið að hlakka til reglulegra heimsókna United liðsins, sem mun spila einn leik á ári við Nomads þau þrjú ár sem þetta byrjunarsamkomulag gerir ráð fyrir.
“Þetta er frábær dagur fyrir Velska knattspyrnu.”
“Með því að tryggja aðgang að framúrskarandi þjálfurum og aðstæðum - sennilega meðal þeirra bestu í heimi - stefnum við að því að uppgötva og þróa þá hæfileika sem eru til staðar,” sagði Ron Morris, stjórnarformaður Nomads.
Þá hefur United einnig gert þriggja ára samstarfssamning við fyrstu deildarlið Walsall, sem er um margt sambærilegur við þann sem gerður hefur verið við Nomads.
United mun aðstoða við uppbyggingu leikmannanjósnakerfis Walsall í vestur miðlöndum England og greiða fyrir lánssamningum.
Þjálfarar unglingaliðs Walsall munu líka mæta á þjálfaranámskeið sem þjálfar United munu standa fyrir og efnilegustu leikmenn félagsins fá að æfa í æfingamiðstöð United, Carrington.
“Við erum afar ánægðir með að hafa þessi tengsli við Mancehster United og geta leitað til sérfræðinga þeirra við að styrkja uppeldi okkar á ungum leikmönnum,” sagði Roy Whalley, stjórnarformaður Walsall.
“Markmið okkar er að laða góða leikmenn til Walsall og tryggja að þeir fái þá aðstoð sem þeir þurfa til að fullnýta hæfileika sína.”
“Þetta samkomulag mun hjálpa okkur við það og tengslin við Manchester United munu hvetja leikmenn við að ná settum markmiðum.”
Fjórir unglingaþjálfarar frá Manchester United fóru í vikunni til Sánkti Pétursborgar í Rússlandi til þess að þjálfa heimakrakka í knattspyrnu í tilefni af 300 ára afmæli borgarinnar og hátíðahöldum sem standa yfir vegna þess.
David Ryan, fyrrum leikmaður United og þjálfari þar í dag, var yfir 3ja daga dagsskrá sem yfir 250 krakkar tóku þátt í.
Að auki gaf United 300 knattspyrnutreyjur í tilefni “Manchestervikunnar”.
Manchester United gaf einnig nýverið tvö sett af búningum til knattspyrnuliðs sem börn á götum höfuðborgar Malaví, Blantyre, standa að, en gjöfin kom í tilefni áskorunnar frá BBC.
Rajesh Mirchandani, fréttamaður BBC, skoraði á Manchester United í beinni útsendingu að gefa Chisomo FC keppnisbúninga, en hann var að flytja fréttir af matarskorti í landin.
Félagið brást við með því að senda tvo umganga af treyjum, stuttbuxum og sokkum, auk markmannsbúnings og tveggja fótbolta, og eru hlutirnir nú komnir til landsins.
Félagið var á sínum stofnað til þess að gera börnum kleift að vinna sig upp af götunni með því að endurreisa sjálfstraust þeirra.
“Börnin sem við hittum eru brjáluð í fótbolta, fyrir þeim er þetta meira en bara leikur - hann hjálpar þeim til að takast á við vandræði þeirra,” sagði fréttaritari BBC.
Chisomo FC er eina félagið í Malaví sem er skipað börnum af götunni, en þegar félagið hóf keppni í U-14 ára deild Blantyre þá voru hin liðin ekki vön því að keppa gegn götubörnum.
Götukrakkarnir voru utangarðs og léku án fótboltaskóa og búninga.
Í fyrra endaði félagið svo í níunda sæti af 20 í deildinni, og vann að auki lítið mót þar sem mörg af bestu liðum Blantyra voru með.
“Knattspyrnan hefur hjálpar börnunum við að skemmta sér, að átta sig á að þau búa yfir hæfileikum og læra aga. Til þess að spila fyrir Chisomo verða börnin að standa sig vel í skóla eða í því sem þau gera,” segir Macdonald Nkhutabasa, þjálfari félagsins.
Frá stofnun, 1998, hefur félagið hjálpað hundruðum barna við að komast aftur í skóla eða vinnu. Mörg barnanna hafa að auki farið aftur til fjölskyldna sinna
Stjórnandi á