Bylting í Lundúnarliði "Chelski" Roman Abramovich, sem er 36 ára gamall er næstríkasti maður Rússlands og er í 19. sæti yfir ríkustu menn Evrópu.
Eftirfarandi er það sem hann á:

Meðal stærstu eiganda í Olíurisanum Sibnef Oil sem er fjórði stærsti olíuframleiðandi í heimunum.

Á stóran hluta í rússneska áliðaðinum sem velti milljörðum á ári hverju.

Var að selja stóran hlut sinn í flugfélaginu Aeroflot og fyrir hagnaðinn gæti hann keypt meðalknattspyrnulið eins og Chelsea á hverjum degi í rúma viku.

Hann byrjaði á viðskiptabyltingunni fyrir um aðeins áratugi og þar byrjaði hann á því að kaupa Sibnef Oil á smáaurum rétt eftir fall Sovíetríkjanna.

Hann á Íshokkílið í heimalandi sínu og var nú í gær að kaupa meirihlutann í Chelsea.


Ken Bates, stjórnarformaður Chelsea, greindi frá því í gær að fjórir aðilar hefðu átt í keppni með að kaupa Chelsea en 36 ára gamall Rússi vann “kapphlaupið” með svaka fjárhæð, £200m.

Aðdáendur Chelsea fögnuðu ákaft er Rússinn keypti félagið og vonast til þess að hann komi þeim út úr fjárhagsvandræðum sem hafa sótt á liðið undanfain ár.

Nöfnin “Chelski” eða “Dynamo Chelsea” verður að öllum líkindum breytt í af augljósum ástæðum.

En ekki eru allir jafn sáttir með kaupin því að fyrrverandi íþróttamálaráðherra Breta, Tony Banks, segir að það sé lélegt að selja lið til einhvers manns sem enginn veit neitt um.
Hann ætlar með þetta mál til Richard Caporn [núverandi íþróttamálaráðherra] og heimtar að málið verði skoðað vandlega ofan í kjölinn.

Roman Abramovich “splittaði” þessum 200 millum í þetta:

£29.6m fyrir 50.09% af liðinu
£30m fyrir það sem er eftir af “stocknum”
£90m fyrir laun starfsfólks
£50m í klúbbinn
[ekki sérstaklega vel þýtt]

Heimildir: TeamTalk og MoGgInN