Zac: tak sæng þína og gakk.
Þá er þetta farið að verða ansi hreint þreytandi fyrir okkur Milan-aðdáeundur. Rauðsvartir ná ekki nema stigi úr leik helgarinnar á móti Brescia. Árangur undanfarinna umferða sæmir ekki þessu sögufræga veldi og nú fer að verða frekar erfitt að ná upp í toppslaginn. Því segi ég fyrir mína parta að mál sé komið fyrir Galliani & Co að láta Alberto Zaccheroni hafa sekkinn - að tímabilinu loknu. Semja bara um feitan bónus við hann ef Meistaradeildin vinnst en framlengja ekki samninginn. Og svo má hefjast handa við að moka út mannskap sem ég hef aldrei botnað í hvað eru eiginlega að gera hjá klúbb af þessari stærðargráðu; Chamot, Helveg, Giunti, Guglielminpietro o. fl. Það þarf að taka til í herbúðunum, svo mikið er víst.