Þar sem Juventus er með ríkustu liðum heims, og nýtt tímabil
er á leiðinni mátti búast við að Juventus myndi bæta við
leikmanna hópinn sinn. En það sem kemur töluvert á óvart er
að þeir sækjast ekki eftir neinum þekktum nöfnum heldur,
heldur frekar óþekktum knöppum.
Sá fyrsti var Manuele Blasi, fæddur í Civitavecchia, og seldur
frá Perugia. Hann er tæplega 32 ára gamall og aðal staða
hans er mið miðjan. En afhverju er Juventus að festa kaup á
miðju manni þar sem þeir eru með safn af þeim, þar má
nefna Edgar Davids, Alessio Tacchinardi og Mauro
Camaronese ( spilar líka úti á hægri kannt ).
Næst er það hann Enzo Maresca, sem var reyndar hjá Juve
fyrir síðasta leiktímabil og hann er nú kominn aftur. Hann er
aðalega aftarlega á miðjunni en kemur sér oft að gagni í
vinstri bakvarðar stöðunni.
Þriðji maðurinn er Fabrizio Miccoli. Hann spilar frammherja
stöðu, og kemur hann til með að bæta, að mínu mati arfa
slaka sóknarbolta Juventus. Hann er ekki nema 24 ára
gamall og verður gaman að sjá hvernig hann stendur sig hjá
þeim svörtu og hvítu.
Sá fjórði og síðasti er hinn 27 ára gamli Nicola Legrottaglie.
Fæddur og uppalinn í Bari og seldur frá Chievo, hér er nýr
varnarmaður mættur til Juventus. Það er ekki barnaleikur að
komast í byrjunarlið Juventus sem varnarmaður, þar sem þeir
eru taldnir vera með allra sterkustu vörn í heimi. Legrottaglie
segir að hann er tilbúinn að takast við baráttuna og telur sig
vera í mjög góðu formi.
Takk fyrir og forza Juve!