Í dag gerðist sá sorglegi atburður er kamerúnski knattspyrnumaðurinn Marc-Vivien Foe lést 28 ára að aldri. Hann var að spila undanúrslitaleik í Álfukeppninni fyrir heimaland sitt Kamerún þegar þeir mættu Kólumbíu. Foe hneig niður á miðjum vellinum þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum og reyndu læknar að lífga hann við í 45 mínútur án árangurs. Dánarorsök Foe er talin vera hjartaáfall.
Nú langar mér til þess að segja svolítið um Marc-Vivien Foe. Hann fæddist 5. janúar árið 1975 í Kamerún. Hann hóf feril sinn 17 ára gamall með kamerúnska liðinu Canon Yaounde. Það leið ekki á löngu þar til hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Kamerún þar sem hann var mjög efnilegur. Það var svo Gerard Houllier þá þjálfari franska liðsins Lens sem hafði augastað á pilti og keypti hann svo til Lens og hófst atvinnumennskan í Frakklandi með Lens. Árið 1999 sýndi Harrie Redknapp þá þjálfari West Ham, Foe mikinn áhuga og bauð 4,2 milljónir punda í hann og frá Frakklandi hélt hann til London til að spila fyrir West Ham. Franska liðið sýndi Foe mikinn áhuga og vildu fá hann í raðir sínar og buðu þeir 6 milljónir punda í Marc-Vivien Foe. West Ham tók þessu tilboði og var Foe kominn aftur til Frakklands. Með Lyon spilaði hann í Meistaradeildinni. Þegar Afríkukeppnin var haldin í Malí árið 2002 skoraði hann sigurmark Kamerún einmitt á móti gestgjöfunum og sigruðu Kamerúnar leikinn 1-0. Enn og aftur flutti Foe sig um set og fór hann aftur til Englands, þá til Manchester City sem fengu hann í lán. Hann spilaði fyrir City á liðinni leiktíð (2002-2003) og stóð hann sig með prýði.
En eins og áður sagði gerðist sá sorglegi atburður í dag í Álfukeppninni að Marc-Vivien Foe lést. Blessuð sé minning hans og hvíli í friði.
*Ég vissi ekki hvert ég átti að senda greinina en ég ákvað að senda hana hingað vegna þess að hann hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni*
Kv. Geithafu