Jæja, þá er maðurinn endanlega farinn. Maðurinn sem hefði átt að vera sá besti, nema bara heilinn á honum virkar ekki eins og hjá flestum.. Að vísu er honum vorkun greyinu, þunglindi og allt það, en manni finnst nú bara að hann hafi það einfaldlega ekki í sér að starfa eðlilega.
Hann er sem sagt á leiðinn til Spánar að spila með liði sem er í neðri hluta fyrstu deildar þar.
Það er nú kannski ekki alveg rétt að segja að þetta sé skref niður á við, þar sem spænska deildin er af mörgum talin sterkari en sú enska, þótt að ég sé nú reyndar ekki sammála því. Einnig það að fara frá Bradford getur ekki talist slæmt, hvort sem þú ferð til Spánar eða Þór Akureyri þá teldist það skref upp á við.
En einhvernegin segir mér hugur að þetta sé búið hjá honum, og þótt að maður hafi haldið í vonina á sínum tíma, þá var þetta löngu búið hjá honum.