Juan Sebastian Veron gæti verið á leið til Serie A í sumar, hann “myndi ekki skapa vandamál” ef hann yrði enfur hjá Manchester United.
Argentínski landsliðsmaðurinn kostaði £28m frá Lazio fyrir tveimur árum en verður mun minna metinn markaðnum í dag.
Hann hefur þrjú ár eftir af samningnum hans á Old Trafford en hefur látið út úr sér að hann yrði mikið ánægðari hjá td. Juventus eða Inter Milan á næsta tímabili.
United þjálfarinn Sir Alex Ferguson hefur nú þegar fengið £25m eftir sölu á Enska fyrirliðanum David Beckham til Real Madrid.
Og Verón er orðinn nokkuð viss um að hann sé næstur frá Manchester United.
“Ég held að ég verði í Serie A á næsta tímabili”
“Ég er uppi með mér að nokkur lið fylgist með mér. Stórir leikmenn eru góðir hjá stórum liðum.”
"Ég hef ekkert á móti því að spila fyrir Hector Cuper [hjá Inter Milan] eða Marcello Lippi [hjá Juventus]. Ég er rétti maðurinn fyrir þá.“
Samt segist Veron að hann myndi vera ánægður hjá Rauðu Djöflunum, og bætti við: ”Ég er með samning sem bindur mig hjá Man. Utd. í þrjú ár í viðbót. Svo að ég hef ekkert hafa á móti því að vera lengur í Englandi, en ég held að ég fari aftur til Ítalíu.
Veron hefur fengið misjafna umfjöllun á tíma sínum í Manchester og sagði við The Daily Star: “Fyrstu ár mín á Old Trafford var ég ekki að finna mig. Ég var með Fitness vandamál en gneisti bara tönnunum því að ég vildi svo mikið spila.
”Svo komu hnémeiðslin á öðru tímabili, þrátt fyrir það kom ég aftur og gerði mitt til að hjálpa."
Heimildir: TeamTalk