Arséne Wenger, þjálfari Arsenal, segist ekki vera á leið frá Highbury fyrir Spænska stórveldið Real Madrid.
Hann heimtar að fá að vera í stjórn hjá Arsenal þrátt fyrir að vera sterklega orðaður við Real Madrid.
Del Bosque leiddi Real til titilsins þetta árið en samt virtist stjórnin ekki ánægð með Bosque.
Hver sem tekur við félaginu mun hafa enn eina stórstjörnuna í liði sínu á næsta tímabili eftir að £25m maðurinn, David Beckham gekk til liðs við þá frá Manchester United.
En Wenger strikar vel undir að hann sé ekki að fara til Bernabeu að stjórna risunum: “Ég get sagt að það séu 100% líkur á því að ég verði hjá mínu liði, Arsenal á næsta tímabili.”
“Ég get bara ekki farið frá Highbury til að stjórna liði Madrid. Ég hef aldri slitið samningi mínum á ferli mínum og hef það ekki í hyggju að slíta þeim sem ég er með hjá Arsenal, þar sem ég hef tvö ár eftir af samningi mínum.”
Wenger talaði við internetmiðilinn TeamTalk frá Frakklandi þar sem hann er að fylgjast með Álfukeppninni.
Heimildir: Teamtalk (bein þýðing)