Það er talið að Argentínu maðurinn, Juan Sebastian Veron sé
á leið til Ítalíu aftur, eftir að hafa verið seldur til Manchester
United, árið 2001 fyrir 28 milljónir punda. Alveg frá því að hann
byrjaði að spila fyrir Man Utd hefur hann verið harðlega
gagnrýndur fyrir frammistöðu sína á vellinum. Verón kennir
meiðslum í hné sínu um slaka frammistöðu sína.
Verón segist vera reiðubúinn til að vinna með mönnum
einsog, Hector Raul Cuper og Marcelo Lippi. En þó að helsti
draumur hans er að halda aftur til Ítalíu, segist hann alveg til á
að halda áfram í Englandi og klára samninginn sinn sem
rennur út 2006.
Sem Juventus aðdáandi, verð ég að viðurkenna að ég er ekki
rosa spenntur fyrir þessum leikmanni. Mér finnst hann alls
ekki nógu tekknískur og ekki nógu hraður með boltann til
þess að spila með, að mínu mati besta liði í heimi. Edgar
Davids og Tacchinardi standa sig alveg nógu vel á miðjunni.
Takk fyri