Eysteinn Pétur Lárusson, Þrótti var valinn leikmaður maímánaðar hjá blaðamönnum DV. Algjör snilld, hann átti það svo sannarlega skilið.
En það eru ekki margir sem að vita hver þessi strákur er… Hann kemur frá Blönduósi og rúllaði upp yngri flokkunum þar, þar sem hann spilaði með Hvöt. Hann gekk svo til liðs við Þrótt í fyrrasumar, og spilar vörnina af fullum krafti. Hann var að útskrifast úr Kennaraháskólanum og fer að kenna í Langoltsskóla í haust. Hann er svo líka að þjálfa yngri flokka í Þrótti.
Þrótti hefur bara gengið ágætlega í þessum fyrstu fjórum umferðum símadeildarinnar, unnið KA og Val en tapað fyrir KR og ÍA. Ef þeir halda svona áfram ná þeir örugglega að enda í miðri deildinni og halda sér í efstu deild sem er frábært. Mér finnst Þróttaraliðið hafa verið að batna og batna með árunum og þeir eru á góðri leið að bæta sig enn meira.
LIFI ÞRÓTTUR! :)
-erlam89