Í kvöld keppir Liverpool á móti Crystal Palace í seinna skiptið í Worthington cup. Það muna flestir poolarar að fyrri leikur liðanna (þann 10. jan) fór 2-1 fyrir Palace en nú eiga Liverpool-menn heimaleik og þeim nægir 1-0 sigur ef mörk á útivelli eru talin skipta máli sem ég er ekki viss um.
27. janúar nk. keppa Liverpool á móti Leeds á Anfield, fyrri leikur Liverpool og Leeds á þessu tímabili fór fram á Elland Road þann 4. nóvember þar sem leikurinn endaði 4-3 og skoraði Viduka fernu í þeim leik.
Leeds er nú sem stendur í 12. sæti deildarinnar en þrátt fyrir það ætti Liverpool ekkert treysta á sætin, ég persónulega vona að Liverpool vinni þennan leik þar sem Liverpool-fan. En eins og í fyrri leik liðanna, sem margir töldu besti leikur tímabilsins , gæti þessi endað á hvaða veg sem er. En staðreyndin er sú að ef Viduka hefði ekki verið með Leeds í leiknum áður og ef Berger hefði ekki meiðst hefði leikurinn kannski verið Liverpool hliðhollur.